Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 130
SASCHA BRU
lok níunda áratugarins bar minna á slíkri umræðu um fræðilega hugtaka-
notkun um leið og eldri framúrstefnur í „hinum“ hluta Mið-Ettópu voni
(endur)uppgötvaðar. Þessi (endur)uppgötvun stækkaði það landfræðilega
svæði sem skilgreiningar módernísku eða sögulegu framúrstefhunnar
höfðu fram til þessa náð til. Undir lok tuttugustu aldar voru hugtökin
„móderníska“ eða „sögulega framúrstefnan“ í raun og veru notuð yfir
næstum allar framúrstefnuhreyfingar frá fyrri helmingi aldarinnar, frá
Norður-Evrópu niður til Spánar, yfir á Italíuskagann og frá Vestur-Evr-
ópu (England þar með talið),16 yfir miðhluta Evrópu og til Rússlands.1
Rannsóknir sem beina sjónum að pólitík einstakra framsækinna höf-
unda, listamanna eða hreyfinga eru að sjálfsögðu gefnar út enn þann dag
í dag. Og fleiri rannsóknir þarf hvað þetta snertir. Eigi að síður rekst
maður æ ofan í æ á þá staðreynd, þegar smám saman er kembt í gegnum
(einka)skjalasöfnin, hversu flókin pólitík sögulegu framúrstefnunnar var.
I ljósi þess hvað móderníska framúrstefnan nær yfir mikinn fjölda af
hreyfingum, rithöfundum og listamönnum, þá hafa ffæðimenn sein
skoða tengingu hennar við stjórnmál haft tilhneigingu til að sneiða hjá
almennum fullyrðingum og allsherjaryfirlýsingum um þetta efhi. I dag
brenna fá málefhi í evrópskum stjórnmálum eins mikið á mönnum og
spurningin um evrópska sjálfsvitund. I rannsóknum á framúrstefnunni
virðist þetta endurspeglast í því hversu áríðandi það er að finna einhvern
samnefnara í þeirri marghliða pólitík sem birtist í evrópsku framúrstefh-
unni á árabilinu 1905 til 1940 eða þar um bil.
Það er því enginn vafi á því að skrásetning eftir tímaröð í sýndarbóka-
safninu okkar væri ein leið til að sinna bókavarðarstarfi okkar. Þrátt fyrir
einhverjar tímaskekkjur gætum við, til að einfalda ntálin, raðað bókunum
í safninu annaðhvort í stafrófsröð eða tímaröð. Tímaröð myndi meðal
annars leiða í ljós almenna áherslubreytingu í fræðunum, frá ítarlegum
athugunum á mögulegum pólitískum árangri framúrstefhunnar, til hlut-
lægari og meira lýsandi sjónarhorns. Engu að síður gæti þetta gert okkur
nokkuð ráðvillt um hvert við ættum að stefna. Því hvað er það nákvæm-
16 Sjá til dæmis hjá Paul Peppis, Literature, Politics and the English Avant-Garde. Nation
atid Ernpire, 1908-1918, Cambridge: Cambridge University Press, 2000, bls. 1-20.
17 Þegar Beret E. Strong safnaði saman verkum og hópum í kringum Wystan Hugh
Auden, André Breton og jafnvel Jorge Luis Borges undir regnhlífarhugtakið „sögu-
leg framúrstefna" (Poetic Avant-Garde. The Groups of Boi'ges, Auden, and Breton,
Evanston, Illinois: Northwestern University Press, 1997, bls. 2), gerði ekki einn ein-
asti gagnrýnandi athugasemd við það.
128