Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 131
OLESNAR BÆKUR
lega sem þarf að lýsa? Þegar fræðimenn hafa staðið frammi fyrir raun-
verulegum margbreytdleika sögulegu ffamúrstefnunnar og ólíkum
myndum hennar hefur ágreiningur þeirra orðið æ ljósari, ekki síst vegna
þess að þeir hafa í auknum mæli skiptar skoðanir á sjálfri spurningunni
um pólitík. Þegar Jonathan Culler lítur y'fir sviðið segir hann að „ákall
„hins pólitíska““ verði, nú um stundir, að hreinni og tærri tuggu í (bók-
menntajrýni, og feh í sér „fullyrðinguna um að allt sé póhtískt“ þegar
öllu er á botninn hvolft.18 Rannsóknir á framúrstefhunni hafa ekki held-
ur farið varhluta af þessari fullyrðingu - sem þarf ekki að vera svo slæmt.
En sem safnverðir, gripnir barnslegum ákafa, viljum við ef til vill reyna
að ákveða hvað sé í rauninni átt við með „pólitík“, til dæmis í hinum
endalausu ritgerðasöfnum sem bera titla eins og „Póhtík og skáldskapar-
fræði/fagurfræði þessa og hins“. Ein leið til að takast á við þetta viðfangs-
efni væri að skilgreina flókin og gagnkvæm tengsl hins fagurfræðilega
vettvangs og hins pólitíska í nútímanum. Onnur leið væri, og hana vil ég
feta fyrst, að sldlgreina hvers vegna og hvenær verk er talið hæft til
„pólitískrar“ túlkunar.
Formgerðarflokkun
Hvaða þættir og fletir framsækins verks verða oftast fýrir valinu í póli-
tískri greiningu? Er til dæmis hægt að búa fýrirfram til formgerðarflokk-
un yfir framúrstefnuverk þegar kemur að pólitískum efnum? Með öðrum
orðum, gætum við gert skrá yfir bókasafn okkar eftir þeim tegundum
verka sem fjallað er um í rannsóknum á framúrstefhu? Með hliðsjón af
riti Janet Wolff, Aestbetics and the Sociology ofArt (1983), má einmitt færa
rök fýrir því að hægt sé að greina á milli þriggja flokka af pólitískri
framúrstefhulist, sem þó skarast að nokkru leyti: ífyrsta lagi, verk sem
virðast ópófltísk en segja má að fái póhtískan brodd vegna formtilrauna
þeirra, í öðm lagi, verk sem, óháð ætlun þeirra, fást við pólitísk málefni
með efnislegum eða táknsögulegum hætti, og íþriðja lagi, verk sem virð-
ast skrifuð af ótvíræðum pólitískum ásetningi. Ekki eru skýr mörk á milli
þessara flokka, við munum alltaf rekast á texta og verk þar sem þeir
blandast saman. I besta falli skilur aðeins stigsmunur á milli þeirra. Þótt
ég skoði þessa flokka hvem í sínu lagi, þá er markmiðið ekki að gefa tæm-
18 Jonathan Culler, Framing the Sign: Criticism and its Institntions, Oxford: Blackwell,
1988, bls. 64.
I29