Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 132
SASCHA BRU
andi yfirlit. Ég vonast fremur til að geta með stuttu yfirliti gefið ábend-
ingar um nokkur þeirra vandamála sem koma upp í hinni fræðilegu
gagnrýni síðar.
Byrjum á þeim verkum sem tdrðast vera ópólitísk. Mörgum kúbistum
fannst til dæmis pólitík vera jafii úrelt eða framandi finir verk sín og ríkj-
andi fagurfræði þess tíma. Þetta gerir þó verk þeirra ekki ópólitísk í sjálfu
sér. Formpólitík sögulegu ffamúrstefnunnar hefur raunar verið einn
þeirra þátta sem hefur verið tekinn firrir hvað reglulegast í þeim rann-
sóknum á framúrstefhunni sem fást við tengslin tdð póhtík. Ohætt er að
fullyrða að móderníska framúrsteíhan hafi átt stóran þátt í þróun kenn-
inga um listrænt form, allt ffá greiningu rússnesku formalistanna fram til
dagsins í dag. Framúrstefhumönnum þóttu venjur tungumálsins og ann-
arra táknkerfa henta vel til tilraunamennsku og sveigðu, bnitu eða af-
byggðu hversdagsleg form skynjunar og það er ástæðan iyrir því að ffam-
úrstefhan hefur fengið pólitískan stimpil í allri þeirri umræðu sem hér er
rýnt í. Það er erfitt að andmæla fullyrðingu Juliu Kristetu í La révolution
du language poétique (1974), svo dæmi sé tekið, um að pólitísk gagnrýni sé
alltaf afleiðing niðurrifs á hinu fagurfræðilega formi. I mjög \fðum skihr-
ingi þá tekur fagurfræðin þátt í hinu þjóðfélagslega srfði, víkkar það út
og myndar heild með því, og vegna þessa er hægt að segja að breytingar
á fagurfræðilegu formi slái pólitískan tón. Eins og ungi svissneski rithöf-
undurinn Blaise Cendrars orðar það: „Listin er hluti af lífinu.“ Flestir
fræðimenn sem rannsaka framúrstefhuna deila þessari mjög svo almennu
afstöðu til formsins en eru oftar en ekki ósammála um leiðina frá þessu
almenna sjónarhomi að tiltekinni túlkun. Því um leið og aúð eram kom-
in inn á svið túlkunar þá þurfum við einnig að spjnja okkur um þann til-
\fsunarramma sem við gefum okkur. Hvað gagnrýnir formið í sjálfu sér
svo sem? Um hvaða lesendur eða áheyrendur erarn \dð í raun og vera að
tala þegar sagt er að þessi verk beri með sér pólitísk skilaboð? Eða eins
og Terry Eagleton orðar það illk\dtmislega í The Ideolog)' of the Aesthetic:
„Hvernig getur sterkbyggður raggustóll eftir konstrúktíUsta þjónað
gagnrýnu hlutverki?“19
Þegar við snúum okkur að öðrum flokknum, þ.e. verkum sem taka hið
pólitíska til umræðu með efnislegum eða táknsögulegum hætti, óháð
pólitískum skoðunum þess sem býr til verkið, kemur svipuð spurning aft-
19 Terry Eagleton, The Ideology ofthe Aesthetic, Oxford: Blackwell, 1990, bls. 371.
130