Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 133
ÓLESNAR BÆKUR
ur upp á yfirborðið. Hægt er að neftia fjölmörg dæmi um verk sem vísa
með skýrum hætti til sjónarmiða innan hins pólitíska vettvangs (andófs-
pólitíkur eða hugmyndafræði stjórnmálaflokka). Vísað er til heimsstyrj-
aldarinnar fyrri, getið er um lykilatburði eða lykilnöfh í pólitík - sfik
dæmi eru óteljandi í módernísku framúrstefnunni. Með tilkomu femín-
isma og eftirlendurýni á síðustu árum í rannsóknum á framúrstefhunni,
er jafnframt tekið að líta á verk, sem hafa sjálfsmynd í víðum skilningi að
viðfangsefni, sem klárlega pólitísk. Hvað varðar verk sem taka á pólitík
með táknsögulegum hætti þá kemur þýski expressjónisminn á upphafs-
árum sínum fljótt upp í hugann. I expressjónismanum sjáum við mörg
dæmi um verk sem fjalla ekki um pólitík með skýrum hætti heldur vísa
óbeint til uppnáms í þjóðfélagsbyggingunni með því að draga upp mynd-
ir af borgum við heimshrun, angistarfullum verum og með ýmsum öðr-
um framsetningaraðferðum. Hvort sem þessi verk fjalla efrúslega eða
táknsögulega um pólitík þá vekja þau einnig upp spurninguna um hvern-
ig sé nákvæmlega hægt að setja þau í pólitískt samhengi, vegna þess að
tvíbendni þeirra gefur færi á tilfærslu á pólitískri merkingu og merk-
ingaraukum, allt eftir því samhengi sem við setjum þau í.
Þetta leiðir okkur að þriðja og síðasta flokki „pólitískrar“ listar af þeim
sem einkum verða fyrir valinu í rannsóknum á framúrstefhunni: verk þar
sem engin dul eru dregin á hin pólitísku markmið, og eru látin þjóna
hugmyndafræði sem þegar er til staðar innan hins pólitíska vettvangs
með tilraunakenndri fagurfræði. Þannig verk eru auðvitað nokkuð eftir-
tektarverð og erfitt að forðast pólitískar túlkanir á verkum sem mörkuð
eru slíkum ásetningi, ekki síst vegna þess að þau sýna oft sjálf í hvaða
samhengi þau eru. Þótt það liggi ef til vill í augum uppi, þá vil ég nefna
það að bæði fræðilegar sem og praktískar takmarkanir fylgja túlkunar-
fræðilegum rannsóknum sem afmarka svið sitt við ætlun höfundar eða
listamanns. Þær fylla út í hina flóknu mynd af pólitík sögulegu ffarnúr-
stefhunnar en um leið undirstrika þær tvískiptingu á milli ffamúrstefhu
sem tekur pólitíska afstöðu og ópólitískrar ffamúrstefnu. Túlkunarfræð-
in getur jafnvel komið í veg fyrir pólitíska greiningu á verki eða heildar-
verki höfundar, eins og í tilfelli Duchamps, því verk hans teljast vand-
ráðin út frá sjónarhóli túlkunarfræðinnar vegna fremur þrjóskufullrar
þagnar hans um pólitísk málefni.