Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 135
OLESNAR BÆKUR
tökunni sjálfri; þeir sem íylgdu módernísku framúrstefriunni tóku oft og
með augljósum hættd þátt í „pólitík“.
I ritá Leforts er „hinu pólitíska“ [le politiqué\ á hinn bóginn lýst sem
þeirri upphafsstund þegar stofhað er til þjóðfélagslegs rýmis í ákveðnu
samfélagi. Upphafsstund nútímalýðræðisins kemur fram við fall þess
„valds sem líkamnað var í persónu furstans og bundið yfirskilvidegu
yfirvaldi“.21 Þegar enginn slíkur fursti var lengur til staðar í nútímalegri
„pólitík“ eða lýðræði eftir frönsku stjórnarbyltinguna, þá tapaði nútíma-
lýðræðið þeim leiðarvörðum sem mörkuðu öryggi og eilífleika. Því þrátt
fýrir þá staðreynd að hið lýðræðislega polis eða borgríki nútímans setji
borgaralegu samfélagi alltaf ákveðna formgerð eða „forræði“, með orð-
um Gramscis, þá getur það aldrei veitt sjálfu sér fullkomið lögmæti.22
Það er ekkert öruggt í „pólitík“. Það sem er á póhtískri dagskrá dagsins
í dag, getur orðið úrelt á morgun. Að mati Leforts þýðir þetta að lýðræði
nútímans, sú pólitíska stofhun sem mótar samfélagið, er „autt valdrými“.
Og þetta er ástæðan fýrir því að aldrei er einfaldlega hægt að líta fram hjá
tilraunum þar sem leitað er leiða til að sjá samfélagið á nýjan hátt og jafh-
vel fá því nýjan grundvöll. Ef við snúum okkur nú aftur að breiðari sýn á
póhtík sem finna má í rannsóknum á framúrstefhunni, er ljóst að hún er
mun skyldari því sem Lefort kallar „hið pófitíska“. I raun og veru má
segja að áhuginn á „hinu pólitíska“ sé sameiginlegur sögulegu framúr-
stefhunni í heild. Að mér vitandi er ekki hægt að finna einn framúr-
stefhumann sem hélt ekki í þá möguleika að grundvalla samfélagið (eða
þjóðfélagið í heild ef út í það er farið) á skapandi, hugmyndaríku fram-
taki. Óánægja með fist og fagurfræði síns tíma virðist fylgja flestum
módemísku ffamúrstefhumönnunum en um leið sneru þeir alltaf aftur til
hstar og fagurfræði í leit að öðrum valkostum, sama hversu vægðarlaus
eða nöpur viðhorf þeir höfðu til hlutanna. Jafnvel óhlutbundnari framúr-
stefhuverk sem heyra fyrsta flokknum til mætti túlka sem svo að þau leggi
grunninn að öðruvísi samfélagi, byggðu á fagurfræði.
Þannig gætum við safhverðirnir skipt bókasafhi okkar í tvennt, annar
hlutinn tæki til „pólitíkur“ og hinn til „hins pólitíska“. Eins og ég mun
21 Chantal Mouffe, The Democratic Paradox, London: Verso, 2000, bls. 3.
22 Umfjöllun um þýðingu verka Leforts fyrir sldlning okkar á súrrealismanum má
finna í Raymond Spiteri og Donald LaCoss, „Introduction. Revolution by Night:
Surreahsm, Pohtics and Culture“, Surrealism, Politics and Culture, ritstj. Spiteri og
LaCross, Aldershot: Ashgate, 2003, bls. 5-10.
03