Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Síða 139
OLESNAR BÆKUR
fleiri en þær sem grandskoða tengsl hennar við lýðræði. Að hluta til má
skýra þetta með atburðum þórða áratugarins, sem settu sjálfu lýðræðis-
kerfinu skorður víða í Evrópu. Eins og við höfum séð gæti þetta einnig
verið afleiðing af sameiginlegum mótþróa framúrstefiiumanna gagnvart
lýðræðispófitík. Það þarf þó varla að taka það fram að framúrstefhan, sem
menningarlegt fyrirbæri, sér dagsins ljós aðeins vegna tilurðar nú-
tímalýðræðis. Poggioli orðar það til dæmis á hnitmiðaðan hátt í framhjá-
hlaupi í bók sinni Teoria dell'arte d,avanguardia\ „Framúrstefnulist getur í
eðli sínu ekki lifað af ofsóknir [alræðisstjórna] og jafnvel ekki heldur þá
vemd sem felst í stuðningi hins opinbera [...] en aftur á móti getur fjand-
samlegt almenningsálit orðið henni til gagns.“25 Nútímalýðræði er í
stuttu máli conditio sine qua non eða forsenda þess að framúrstefna geti
blómstrað. Sjónarhorn Mateis Cafinescu og Donalds D. Egbert er
óvenju víðtækt, en þeir hafa haldið því fram að allt frá hinum sérvisku-
lega Saint-Simon, hafi hugmyndir um pólitíska og fagurfræðilega fram-
varðarsveit haft tilhneigingu til að þróast hvor í sína áttina, en þó mynd-
að bandalag öðm hverju (með lidum árangri) í rás sögunnar á nítjándu
og tuttugustu öld. Þessi þróun tmdirstrikar í rauninni ekki arrnað en
hvernig áhrifasvæði listarinnar og pólitíkur hafa aðgreinst. En hversu
langt sem list og pólitík, sem stofiianir í samfélaginu, hefur rekið í sund-
m í upphafi tuttugustu aldar, þá sýnir gagnorð athugasemd Poggiolis
hvernig þær fléttuðust ávallt saman í táknrænu flæði hugmynda og skoð-
ana. Með orðum Leforts þá er það einmitt fjarvera þeirra leiðarvarða
sem vísuðu á öryggi í nútímalýðræði, sem leiddi upphaflega til þessa
táknræna flæðis.
Eins og komið hefur fram þá hefur hin pólitíska nútímavæðing í heild
ekki verið látin ósnert í rannsóknum á ffamúrstefnunni. I fjölda rita hef-
m athyglinni til dæmis verið beint að vaxandi alþjóðahyggju og samhliða
uppgangi þjóðernishyggju, bæði á vettvangi ffamúrstefhu og stjórnmála.
Löng hefð er fyrir umfjöllunum um þjóðíTkið, en eirtnig má finna ótelj-
andi verk og texta um andstöðu framúrstefnunnar gegn borgaralegum
þegnrétti. Bláeygðm broddborgarinn, smáborgarinn og burgeisinn eru
vissulega sameiginlegir andstæðingar módernísku framúrstefnunnar. Að
síðustu má nefna að einnig koma reglulega fram rannsóknir á því hvem-
25 Renato Poggioli, The Theory of the Avant-Garde, þýðandi Gerald Fitzgerald, Cam-
bridge, Massachusetts: The Bellknap Press of Harvard University Press, 1968, bls.
95.
*37