Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 144
TANIA 0RUM
dæmis, eða greina þau niður eftir landfræðilegum uppruna (til dæmis má
tala um sænsku framúrstefnuna á sjöunda áratugnmn). Eins og Hubert
van den Berg hefur bent á, þá felst í þeim greinarmun sem gerður er á
milli sögulegu framúrstefnunnar og nýframúrstefnuxmar hugmynda-
fræðilegt herbragð sem ætlað er að koma á aðgreiningu milli þess sem á
að vera „upprunaleg“ eða „ósvikin11 framúrstefna og svo framúrstefnu
sem er eingöngu eftirlíking eða endurtekning.3 4
Gildi slíkrar aðgreiningar er afar hæpið. Fyrir utan þá almennu stað-
reynd að „uppruninn“ tdrðist eiga vanda til að færast sífellt midan (eins
og afbyggingin hefur kennt okkur), þá er erfitt að tímasetja upphaf
„hinnar upprunalegu framúrstefnu“. Þannig rekur Renato Poggioli, í
bók sinni Teoria delVarte d’avanguardia (1962),4 framúrstefnuna aftur til
nítjándu aldar með rætur í rómantíkinni, á meðan William Gass lítur svo
á að verjandi sé að beita framúrstefhuhugtakinu á mun eldri sögu; s.s. þá
bókmenntahreyfingu sem þreifst í kringmu skáldið Ronsard í Frakklandi
á sextándu öld.5 6 7
Eins og bókmenntasagan hefur kennt okkur, þá er varla hægt að skil-
greina hefðir út frá hugmynduin urn uppruna og eftirlíkingar. Harold
Bloom hélt því fram í The Anxiety of Influence6 að bókmenntasagan væri
ein samfelld ödipusartogstreita milli föðurmynda og sona sem keppast tdð
að gera betm en fyrirrennararnir, eða beinlínis að ryðja þeim algerlega úr
vegi. Þetta líkan virðist retmdar í mörgum tihdkum vera gagnlegt þegar
kemur að sögu framúrstefnunnar sem er ekki eingöngu amtáluð fyrir oft
og tíðum karllæga slagsíðu, heldur einnig fyrir ákafa innbyrðis samkeppni
sem má finna samhliða tilfinningu finir skyldleika og inyndun hagnýtra
tengslaneta. Virginia Woolf og aðrir femínískir söguritarar halda þtd fram
að kvenkyns listamenn óttist ekki áhrif heldur séu þvert á móti að leita að
hefð formæðra sem styddi rétt þeirra til að staðsetja sig á sviði listanna' -
3 Sjá Hubert v-an den Berg, „On the Historiohraphic Distinction betvreen Historical
and Neo-Avant-Garde“, Avant-Garde/Neo-Avant-Garde, ritstj. Dietrich Scheune-
mann, Amsterdam og New York: Rodopi, 2005, bls. 63-76.
4 Renato Poggioli, The Theory of the Avant-Garde (Teoria dell’arte d'avangiuirdia'), þýð-
andi Gerald Fitzgerald, Cambridge, Massachussetts og London: The Belknap Press
of Harvard University Press, 1968.
s William Gass, „The Vicissitudes of the Avant-Garde“, Finding a Form, Cornell:
Cornell University Press, 1997, bls. 199-212.
6 Harold Bloom, The Anxiety of Iúfluence, Oxford: Oxford University Press, 1973.
7 Sjá Virginia Woolf, A Rooiti of One’s Own, Harmondswordi: Penguin, [1929] 1972.
I íslenskri þýðingu: Sérherbergi, þýð. Helga Kress, Reykjavík: Svart á hvítu, 1983.
!42