Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 148
TANIA 0RUM
(e. posthistorical) umfjöllun um nýframúrstefhuna, sem og samsettar hug-
myndir um póstmódernisma, leitast við að leysa upp“. Þær „tvær megin-
forsendur sem liggja að baki röksemdafærslu minni,“ segir hann, eru því:
„gildi hugmyndarinnar um framúrstefnu og þörfin fyrir nýjar leiðir til að
segja sögu hennar“.18 Þetta eru fyllilega virðingarverðar pólitískar ástæður
- þótt þær séu ef til vill fulllitaðar af þeim póstmódernisma sem þær
gagnrýna, til dæmis í þeirri forsendu sem gerir ráð fyrir að við getum að-
eins „smíðað“ söguna eins og „ffásögn“, en með því beitir hami næstum
því viljandi mislestri, póhtísku herbragði sem margir póststrúktúralistar og
femínistar eru talsmemt fyrir - en þetta eru tæplega góð viðnúð fyrir sagn-
fræðing sem verður að gera kröfur mn nákvæmni í textaskýrmgum og mn
að gögn séu skoðuð í ljósi samhengis og heimildir skráðar.
I ljósi þessara forsendna sér Foster endmheimtingu hinnar sögulegu
framúrstefhu hjá framúrstefhuhrejdingum sjöunda áratugarins ekki sem
óvirka endurtekningu heldur virka endurúrvinnslu sem jafrigildir því að
fyrirætlanir hinnar sögulegu framúrstehiu komi ffam í fyrsta skipti.
Þannig varðveitir Foster að miklu leyti sjónarhorn og fræðilegar gnmd-
vallarhugmyndir Burgers en færir þær fram í sögunni: A meðan Biirger
heldur þth fram að einungis sé hægt að skilja fyrri listasögu út frá hinni
sögulegu framúrstefnu þá heldur Foster því fram að það sé ekki fyrr en
með nýframúrstefhunni sem ætlunarverk hinnar sögulegu framúrstefnu
verði ljóst. Samtíminn skilur aldrei verk ffamúrstefnunnar né koma áhrif
þeirra þar í ljós, segir Foster, vegna þess að saintíminn er ekki reiðubúinn
til að meðtaka þau: Þau mynda einhvers konar holur í táknveldinu. Sam-
kvæmt Foster kemur gagnrýnin á listastofnunina, sem er aðalmarkmið
sögulegu framúrstefnunnar eins og Búrger lýsir henni, því ekki ffam fyrr
en með nýframúrstefhunni (þá aðallega á seinna tímabili heimar frá
miðjum sjöunda áratugnum). Einungis með nýframúrstefnu sjöunda ára-
tugarins verður gagnrýnin á viðteknar aðferðir við listsköpun (sem sam-
kvæmt Foster var ávallt í brennidepli sögulegu framúrstefhunnar) að
gagnrýni á listastofhunina sem slíka.19
Frá sjónarhóli Fosters er framúrstefnuhefðin ekki verkefni sem hefur
endanlegt takmark, heldur er hún frekar drifkraftur bæði listar og
gagnrýni.20 Þannig einkennist líkanið sem Foster leggur frarn unr sam-
18 Hal Foster, „Hver er hræddur við nýframúrstefhuna?“, bls. 257.
19 Sama grein, bls. 266.
20 Sama grein, bls. 272.
146