Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Síða 151
NÝFRAMÚRSTEFNA SEM ENDURTEKNING
Það að segja sögu framúrstefhunnar er alltaf um leið frásögn
um framtíð hennar; engu að síður snýst málið um hvort þessi
aðferð til að setja fram spurninguna dragi ekki úr gildi við-
fangsefhisins fyrirfram með því að fullvissa okkur of snemma
um „dauða“ fyrirbærisins sem var verið að greina. [...] Með því
að setja spurninguna um framúrstefnuna fram um söguna virð-
ist sem svarið sé þegar gefið: hin „sögulega“ framúrstefna til-
heyrir samkvæmt skilgreiningu sögunni, jafnvel þótt hægt sé að
endurtaka hana og endurskapa, og hún getá komið fram með
illskeytin og flókin form af viðtökum, „endalausa greiningu“ í
nákvæmlega þeirri merkingu sem Freud gefur hugtakinu í
skrifum sínum um aðferðafræði, þar sem yfirfærslan á milli
þess sem greinir og þess sem er verið að greina býr til ný
vandamál sem ekki voru til staðar í upphafi.26
Meðhöndlun Burgers á „sögulegu“ framúrstefhunni virðist þannig fara
eftir forskrift sem er fyrirffam ætlað að komast að þeirri dapurlegu
niðurstöðu að framúrstefhur fýrirstríðsáranna, hafi verið djarfhuga en
misheppnaðar tilraunir til að gera að veruleika áform um að sameina list-
ina og (hversdags)lífið sem hluta af því að umbylta samfélaginu - þess
háttar áform standa í raun nær markmiðum framúrstefhunnar á sjöunda
áratugnum en markmiðum slíkra hreyfinga fyrir stríð. Og lýsing Burgers
á ffamúrstefhunni sem útópískri hreyfingu sem býr í fortíðinni og útilok-
ar alla möguleika á að hún verði endurvakin á okkar tímum eða í fram-
tíðinni, tilheyrir greinilega því sögulega samhengi sem hún er sprottin úr
í eftirleik stúdentahreyfingarinnar 1968. Vonbrigði áttunda áratugarins
eru viðbrögð við þeim miklu upptendruðu eða jafhvel heimsrofavonum
sem vöknuðu á sjöunda áratugnum. Að því frátöldu að velferðarsam-
félagið var orðið til í Evrópu eftir stríð, menntunarstig hafði hækkað,
menning sem tilheyrði ungu fólki var komin fram á sjónarsviðið og að
fólk bjó almennt við betri lífskjör, ýtti tilkoma tækninýjunga undir þá til-
finningu, sem mettaði allan sjöunda áratuginn, að sagt hefði verið skilið
við hið gamla samfélag og við stæðum á þröskuldi nýrra tíma. Marshall
McLuhan lýsir því yfir að stjörnuþoka Gutenbergs (e. the Gutenberg Gal-
axy) og vélaöldin hafi runnið sitt skeið og boðar komu alheimsþorpsins,
26 Sven-Olov Wallenstein, ,Avantgardets framtider“, Paletten, 3/2000, bls. 8-15, hér
bls. 8. og bls. 13.
149