Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 152
TAMA 0RUM
samskipti án tafa og að fjölmiðlar muni metta öll svið tilvennmar. Fyrstu
orðin í „Inngangi“ hans að UnderstandmgMedia (1964) eru til marks um
tímamótavægi þessara breytinga:
Eftir að hafa þanist út í þrjú þúsmid ár með því að beita brota-
kenndri og vélrænni tækni er hinn vestræni heimur að skreppa
saman. Þegar véltæknialdimar stóðu yfir framlengdum rdð Hk-
ama okkar út í rými. Nú í dag, eftir að rafmagnstæknin hefirr
verið til í meira en eina öld, höfum við framlengt sjálft mið-
taugakerfi okkar út í eitt allsherjarfaðmlag á alheimsvísu og
þannig útrýmt bæði tíma og rúmi að því er snertir hnöttinn
okkar. Við nálgumst með hraði síðasta stigið er snýr að ffam-
lengingum mannsins [...]2
McLuhan lítur til framúrstefnulistamanna og segir að þeir séu fyrsti hóp-
urinn sem verði var við þessar breytingar: „A hvaða srdði sem er, hvort
sem það er innan raunvísinda eða mannvísinda, er listamaðurinn sá sem
í sínum samtíma gerir sér grein fyrir hvað gjörðir hans sem og ný þekk-
ing hafa í för með sér [...] í tilraunalist kemur fram ítarleg útlistun á því
ofbeldi sem mannshugurinn mun verða fyrir af hendi simiar eigin [...]
tækni.“28
Michel Foucault tengir breytingar á samtímanmn og aðferðir framúr-
stefnunnar með srdpuðum hætti, þótt það sé á allt öðnun forsendmn, í
hinum áhrifamiklu fornminjarannsóknum mannrd’sindarma sem er að
finna í Les mots et les choses (Orðum og hluturn) ffá 1966.20 Þekkt er
hvernig Foucault, í lokakaflanum, sér fyrir sér „hreina kemringu mn
tungumál“, að „tungumálið „snúi aftur““ og það megi sjá senr „merki mrr
að þetta fyrirkomulag sé í heild sinni unr það bil að riða til falls, og að
nraðurinn sé á leiðinni að farast á sama tíma og verund tmrgmrrálsins
ljómar bjartar en nokkru sinni fyrr á sjóndeildarhringnum“.30 Það er
augljós heimsrofatónn í þessari sýn sem boðar endalok mannsins'1 og til-
27 Marshall McLuhan, Understanding Media, New York og London: Roudedge, [1964]
2003, bls. 3.
28 Sama rit, bls. 72 og 73.
29 Michel Foucault, The Order of Things (Les mots et les choses), New York: Vintage
Books, [1966] 1973.
30 Sama rit, bls. 381 og 386.
31 „Eins og fornminjafræði hugsunar okkar sýnir á einfaldan hátt, þá er maðurimi síð-
ari tíma uppfinning. Og hún nálgast endalok sín,“ segir Foucault á síðustu blaðsíð-
I5°