Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 153
NYFRAMURSTEFNA SEM ENDURTEKNING
komu einhvers sem er algerlega nýtt: Sú tilfinning að við séum komin að
endalokum einhvers, segir Foucault, „gerir það að verkum að við trúum
því að eitthvað nýtt sé að hefjast, eitthvað sem við rétt sjáum glitta í eins
og daufa ljósrönd lágt út við sjóndeildarhringinn“.32 Þetta er mjög dæmi-
gerð lýsing á þeirri heimsrofastemmniingu sem ríkti um miðjan sjöunda
áratuginn og var undanfari þeirra mörgu mismunandi tilrauna sem gerð-
ar voru á síðari hluta sjöunda áratugarins og í upphafi þess áttunda til að
breyta samfélaginu og koma á, eins og Burger orðar það, auknu lýðræði
á öllum sviðum mannlífsins.
I þriðja lagi má benda á áhrifamikið dæmi úr riti Jaques Derrida, frá
1967, De la grammatologie, en fyrsti kaflinn ber þann lýsandi titil „Enda-
lok bókarirmar og upphaf skrifanna“. I honum er að finna svipaðan
heimsrofatón, til dæmis þegar hann talar um „kerfið þar sem maður
„heyrir-sjálfan-sig-tala““. Hann segir að tali hafi verið veitt forréttinda-
staða fram yfir ritað mál og það hafi verið ráðandi í „sögu heimsins í heilt
tímabil“, sögu „sem hefur tengt milli tækni og orðhverfrar frumspeki í
næstum þrjú þúsund ár“, en „virðist nú raunverulega vera að komast í
þrot“ og boðar hann þannig „nýja stökkbreytingu í sögn skrifanna“.33
I mikið til sama anda lýsa bæði Foucault og Barthes yfir „dauða höf-
undarins“ og spá fyrir um fæðingu lesandans og afnám höfundarréttar,
einstaklingsbundinnar tjáningar og einstakra listaverka - en með því er
bilið brúað milli listamannanna og viðtakandans/fjöldans og listiðkun
felld inn í (hversdags)lífið, líkt því sem framúrstefnuhreyfingarnar
reyndu að gera á sjöunda áratugnum - og Burger lýsir sem hluta af hirrni
svokölluðu „sögulegu“ framúrstefnu.
Eins og þessi dæmi benda tdl, sáu menn á hinum upptendraða sjöunda
áratug fyrir sér endalok alls sem var stöðugt og hefðbundið. Þetta náði
hápunkti í heimsrofasýn umrótsins 1968 þegar menn ímynduðu sér eitt
andartak umbyltingu samfélagsbyggingarinnar í heild. Þegar það kom
svo í ljós um miðjan áttunda áratuginn að þessi metnaðarfulla drarunsýn
myndi ekki rætast, lýstu meðlimir ’óS-hreyfingarinnar eins og Peter
unni (bls. 397). Peter Biirger hefur einnig beint athyglinni að því afgerandi hlutverki
sem Mallarmé gegnir í bók Foucaults í greininni „Die Wiederkehr der Analogie.
Asthetik als Fluchtpunkt in Foucault’s Die Ordnung der Dinge“ í Postmoderne. Alltag,
Allegorie und Avantgarde, ritstj. Peter og Christa Burger, Frankfurt am Main:
Suhrkamp Verlag, 1987, bls. 114-121.
32 Foucault, The Order ofThings, bls. 381.
33 Jacques Derrida, De la grammatologie, París: Éditions de minuit, 1967, bls. 8.