Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 155
NÝFRAMÚRSTEFNA SEM ENDURTEKNING
Kaupmannahöfa né nokkurri annarri liststofnun. Fljótlega var horfið ffá
allri skipulagðri kennslu og hinn svokallaði Tilraunaskóli varð að vinnu-
smiðju. Þessi litli hópur sjálfmenntaðra sjónlistamanna varð að framúr-
stefnuhreyfingu (í skilningi Biirgers) þegar rithöfundar, tónskáld og arki-
tekt gengu til liðs við hann í upphafi sjöunda áratugarins, og síðan
kvikmyndagerðarmenn og virkir pólitískir aðgerðasinnar á seinni hluta
sjöunda áratugarins. Þannig varð hann að þver-fagurfræðilegum til-
raunahópi þar sem unnið var með mörk ólíkra listgreina, stíl og form og
þvert á hugmyndir um aðgreiningu listar og lífs, fagurfræði og pólitískra
aðgerða.
Það einkenndi þennan hóp sem varð til í kringum Tilraunaskólann að
hann var mjög misleitur bæði er varðar stíl og þá einstaklinga sem til-
heyrðu honum - eins og Peter Burger bendir á er það „einmitt dæmigert
einkenni á hinum sögulegu framúrstefnuhreyfingum að þær þróuðu ekki
með sér stíl“. Þess í stað „útrýmdu þessar hreyfingar möguleikanum á
einkennandi stíl tiltekins tímabils með því að gera úrvinnsluna á listmiðl-
um liðirma tímabila að lögmáli“.36 Þetta er nákvæmlega það sem hópur-
inn í kringum Tilraunaskólann gerði og með því boðaði hann einnig af-
stæði og fjölbreytileika sem er einkenni á póstmódernismanum. Það var
ekki tiltekinn stíll sem hélt þessum hópi saman heldur voru það virkar
umræður, samvinna í sköpun og sameiginlegar tilraunir. I umræðum og
samstarfi varð til sameiginlegt fagurfræðilegt viðhorf eða öllu heldur
áætlun sem fólst í ákveðinni lífssýn eða siðferðisreglum. Og þessi fagur-
ffæðilega áætlun fól í sér sína eigin rökvísi, sem beindi Tilraunaskólan-
um frá tilraunum með efhi og form í upphafi sjöunda áratugarins og að
listrænum og pólitískum aðgerðum á seinni hluta sjöunda áratugarins og
í byrjun þess áttunda.
Fyrstu tilraunirnar með „miðilinn sjálfan“, sem Búrger telur vera
merki um „listkreppu“ á síðari hluta nítjándu aldar, framkalla þá
gagnrýni á listina sjálfa sem er að finna í ffamúrstefnunni, að mati Búrg-
ers (bls. 27) - en þessi lýsing virðist passa við þá hneigð að listin fer að
beinast inn á við og einblína á sjálfa sig, aðferðir og tækni við listsköpun
sem er mjög áberandi í módernismanum seint á sjötta áratugnum og í
upphafi þess sjöunda og Clement Greenberg var forgöngumaður fyrir,
en markmið hans er að smætta hvert listform niður í frumþætti sína. Frá
þessum útgangspunkti hóf Tilraunaskólinn tilraun sína til að ryðja í
36 Peter Btirger, Theory of the Avant-Garde, bls. 18.
03