Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Síða 157
NÝFRAMÚRSTEFNA SEM ENDURTEKNING
má á sem „róttæka höfnun á hug'kví hinnar einstaklingsbundnu fram-
leiðslu“ sem Burger talar um í sambandi við sögulegu ffamúrstefnuna
(einkum varðandi Duchamp). Þeir reyndu að spoma gegn upphafmni
dýrkun á snillingnum og hefðbundnum flokkunaraðferðum hstaheimsins
með sameiginlegu vinnuferli, sýningum og aðgerðum. Eða þeir leituðust
\dð að opna vettvang fýrir samskipti með því að bjóða almenningi að taka
þátt í túlkun verksins - ýmist með því að ganga í gegnum skúlptúrinn eins
og gangveg, eða leyfa honum að búa til sínar eigin útfærslur af sjónræn-
um eða orðrænum klippiverkum og bæta sínum eigin hugmyndatengslum
við tón- eða textasmíðar. Því má við bæta að nokkrir þessara hstamanna
gengu til samstarfs við þýska listamanninn Joseph Beuys, sem af einhverj-
um ástæðum virðist vera eini hstamaðurinn frá því eftír stríð sem Biirger
htur á sem ósvikmn ffamúrstefnumann.38
Meðlimir hópsins í kringum Tilraunaskólann vildu í auknum mæli ná
til þeirra áhorfenda sem stóðu fyrir utan hinar hefðbundnu stofinanir -
og þeir þurftu þess oft þar sem listastofnanirnar höfðu ekki áhuga eða
féllust ekki á forsendur hópsins. Þeir vildu binda enda á hið stigskipta
samband milli listarinnar og hversdagslegra hluta, milh há- og lágmenn-
ingar (eða fjöldamennmgar) og einnig milh innri þátta í verkinu, á sama
hátt og þeir vildu eyða stigveldinu á milli hstamanns og almennings.
Þegar hinir hefðbundnu flokkar ljóðhstar, málarahstar, mótlistar og
tónsmíða voru leystir upp, blendingsform komu í staðinn fyrir þá og
menn hófu sig yfir greinarmuninn milli hstformarma með þver-fagur-
fræðilegum tihaunum, fór ýmsum listamönnum í Tilraunaskólahópnum
að finnast æ óhjákvæmilegra að útrýma hstinni sem stofnun svo að hægt
væri að feha hið listræna ferli inn í víðtækari samfélagslega og póhtíska
starfsemi. Þessi hópur reyndi því „að móta nýja lífshætti á grundvelli list-
arinnar“ - en það er eitt helsta einkenni á fi-amúrstefhunni skv. Bíirger39
- með því að iðka list sína ekki með hstræmnn efniviði heldur með sam-
félagslegu atferli í hversdagslífinu.
Sumir sneru sér að ahs kyns starfsemi innan borgarinnar, aðrir fóru
inn á svið ungmenningar, á meðan enn aðrir mynduðu samvinnuhópa
um kvikmyndagerð og framleiddu ódýrar myndir sem þeir sýndu síðan í
58 Sjá m.a. grein Búrgers „Der Alltag, die AUegorie und die Avantgarde. Bemerkungen
mit Rucksicht auf Joseph Beuys“, Postmodeme. Alltag, Allegorie and Avantgarde, bls.
196-212.
39 Peter Btirger, Theory of the Avant-Garde, bls. 49.
!55