Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 158
TANIA 0RUM
hversdagslegu umhverfi í þeim rilgangi að grafa undan áhrifavaldi
myndavélarinnar og aðgerðaleysi áhorfandans, en einnig létu þeir í té að-
stöðu sem allir gátu nýtt til að gera sína eigin kvikmynd. Þessir listameim
reyndu að nýta sér til samræðu jafh ólíkar samskiptarásir eins og kvik-
myndir, útvarp og sjónvarp, listsýningar og tónleika, eða þeir reyndu að
leyfa fólki að koma að skipulagningu og byggingu eigin heiinila, leik-
valla, stofnana og borga - í stuttu máli sagt, gerðu þeir tilraun til að skapa
„„meira lýðræði“ á öllum sviðum samfélagslífsins“ á þann hátt sem Burg-
er telur einkennandi fyrir byltingarvonir 1968-hreyfingarinnar.40 Eða
eins og Burger segir (varðandi dadaista og súrrealista): „A sama hátt og
framúrstefnan hafnar hugkví einstaklingsbundinnar framleiðslu hafnar
hún hugkví einstaklingsbundinna viðtaka,“ hún kallar á tdðbrögð al-
mennings sem „eru ótvírætt félagslegs eðlis“ þó að „skýr mörk séu á milli
framleiðanda og viðtakanda“. Burger tekur sem dænú dadaíska og súr-
realíska ljóðið sem er byggt upp eins og uppskrift - þetta er form sem er
mjög einkennandi sérstaklega fyrir gjörningana á þessu tímabili, eins og
þeir voru fluttir af listamönnum Tilraunaskólans og flúxus-listamönnum
svo dæmi séu nefhd. Búrger bætir við að taka beri „uppskriftina bókstaf-
lega sem ábendingu um mögulegar athafnir fyrir viðtakandann“ og ekki
megi líta á „þessa framleiðslu sem listframleiðslu“.41 Þetta listræna ein-
kenni, að taka eigi verkið bókstaflega eða sem fordæmi, er að því mér
virðist enn eitt atriðið sem er einkar dæmigert fýrir framúrstefnuhreyf-
ingar sjöunda áratugarins, þar á meðal danska Tilraunaskólann.
Einn hópur komst að þeirri niðurstöðu að listaverkið og listin sem slík
væru ekki lengur gagnleg, heldur væru sköpunarferlið sem slíkt og hið
lýðræðislega fordæmi um hóp listamanna sem skipulegði sig sjálfur, það
sem þyrfti til að koina af stað alhliða samfélagsbyltingu. Þessi hópur
40 I efdrmála að annarri útgáfu rits síns útskýrir Peter Burger af hverju hann lét vera
að breyta annarri útgáfu bókar sinnar þrátt fyrir allar umræðurnar og gagnrýnina
sem sú fyrsta hafði vakið upp. Bókin, segir hann, „endurspeglar sögulega afstöðu
þeirra vandamála sem komu fram eftir atburðina í maí 1968 og ósigur námsmanna-
hreyfingarinnar í upphafi áttunda áratugarins“, og hann bætir við: „ég ætla ekki að
falla í þá freistni að gagnrýna hér vonir þeirra sem trúðu því á þeim tíina, án þess að
fyrir því væri samfélagslegur grundvöllur, að þeir gætu byggt beint á byltingar-
reynslu rússneska fútúrismans til dæmis. Það er enn síður ástæða til þess að gera
slíkt, þar sem vonir þeirra sem, eins og ég, trúðu því að það væri möguleiki á „rneira
lýðræði“ á öllum sviðum hins samfélagslega lífs rættust ekki“ (Peter Burger, Theory
of the Avant-Garde, bls. 95).
41 Sama rit, bls. 50.
i56