Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 159
NÝFRAMÚRSTEFNA SEM ENDURTEKNING
hvarf algerlega ffá Hstiðkun og hóf í staðinn að stofna samyrkjubú, prent-
útgáfnr og aðrar framleiðslueiningar sem ætlað var að hafa bókstafleg
áhrif sem kjörfyrirmyndir að nýjum leiðum til að skipuleggja sambandið
milli einstaklingsins og samfélagsheildarinnar, milh vinnu og frístunda,
hins persónulega og hins opinbera, en slíkt ætti að gefa sérhverjum ein-
stakhngi tækifæri til að vera listamaður í hversdagslífinu.
Vonirnar um þústmd ára sæluríki brustu að mestu leyti þegar fjaraði
undan hinni miklu öldu byltingarhreyfinga um miðjan áttunda áratug-
inn. Sumar settu mark sitt á stofhanir samfélagsins og leiddu til lýðræðis-
legrar opnunar, menningariðnaðurinn tók upp á arma sína aðrar listræn-
ar starfsaðferðir sjöunda áratugarins og kom þeim í framkvæmd undir
allt öðrum formerkjum en framúrstefhuna dreymdi um á sjöunda ára-
tugnum. Þannig, eins og Búrger ályktar, voru tilraunir fi-amúrstefhu-
manna til að færa listina aftur út í ferh lífsins „þrungnar af þverstæðum“42
sem fifa áfram og sýna hvernig ffamúrstefhuhreyfingar eru lagaðar að
sögu, samfélagi og menningu á margræðan hátt.
Olíkt Biirger sé ég þetta ekki fyrir mér sem línulegt hegelskt ferli sem
misheppnast að lokum og byrgir fyrir möguleikann á framúrstefhu eða
samfélagslegmn breytingum í framtíðinni. Eins og þegar hefur verið
greint frá, vil ég halda því fram að opin og margþætt sýn á framvindu
sögunnar, eins og Gertrude Stein benti á og heimspekingar eins og
Deleuze og Wallenstein settu ffam kenningar um, veiti betri sýn, ekki
einungis á fortíð, heldur einnig á framtíð framúrstefhunnar. Eins og
Wallenstein bendir á sjáum við ffamúrstefhuna ekki eingöngu sem við-
brögð við hstastofhuninni frá slíku sjónarhorni, heldur sem mun víðari,
fjölbreytilegri og ákveðnari tilraunir til að spegla og raða saman á nýjan
hátt hinum fjölmörgu tilhneigingum og þróunarferlum innan samfélags-
ins - til að skynja, bregðast við og breyta „samsetningunni sem við bú-
um í“.43
Guðrún Jóbannsdóttir þýddi
42 Peter Bíirger, Theory ofthe Avant-Garde, bls. 50.
43 Gertrude Stein, „Composition as Explanation“, bls. 495.
x57