Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Qupperneq 162
HALLDÓR BJÖRN RUNÓLFSSON
imdir loft herbergjanna þar sem þeir hurfu sjónum áhorfenda ofar
hnjám. Þessir risar voru bersýnilega að skoða málverk sem að mestu voru
hulin ofan við lofdð en blæddu þó niður á veggi salanna ofanverða í
gjdltum römmum, fagurlega máluð í dökkleimm litmn raunsæisstefn-
unnar. Meðfram veggjum salanna gátu gestir hins vegar rýnt ofan í rifur
á parkettgólfinu og skoðað smáveraldir undir gleri. Þar birtust dvergvax-
in þorp, bæir, búpeningur og bílar á hraðbrautum imdir fjallsrótum sem
náðu upp að gólffletinum. Hlutfölbn milli sýningargesta og risanna voru
endurtekin í smáveröldinni undir fjölunum.
Allt er afstætt
Allt er afstætt líkt og staða okkar í veröldinni, ekki síst svo-
kölluð samtímalist, eða bst sem sýnd er nú á tímum. Aður fyrr
var til bst sem taldist óbreytanlegt og ævarandi erkidæmi.
Núna hefur „samtími" okkar allt í einu gerst fráhverfur þessari
aldagömlu list, en hið gamla hefur síður en svo horfið af
sjónarsviðinu. Það heldur velli með tilþrifum, til háðungar því
sem nýjar kynslóðir eru að fást við.2
Þannig hljómar lýsing þeirra hjóna, Ilya og Emilíu Kabakov, á hugimmd-
um þeim sem lágu Where is our place? til grundvallar. Tilgangurinn með
svo þverstæðukenndri skipan var að þeirra sögn sá að skerpa á muninum
milli tímanna tveggja, aldar „jötnarma“ á 19. öldinni ofanverðri, þegar
málverk voru risastór í gylltum römmum, og okkar tíma, þegar myndirn-
ar eru orðnar snöggtum minni og rammarnir látlausari. En úr því að til
er fortíð þegar mennirnir voru miklir, hlýtur að vera önnur tíð með öðru
fólki í öðru umhverfi sem ekki getur gert sér okkur í hugarlund því him-
inn þess nær ekki lengra en sem nemur iljum okkar. Gagnvart þessum
heimi hljótum við að vera sem guðir, ef veröldin midir fótum okkar get-
ur þá með einhverjum hætti skynjað tilvist svo yfirgengilegrar stærðar.3
2 Sbr. Francesco Bonami og Maria Luisa Frisa, ritstj., Dreams and Conflicts, The Dic-
tatorship of the Vierwer, Sýningarskrá 50. Feneyjatvíæringsins, Feneyjar: Marsilio Ed-
itori, 2003, bls. 630.
3 Vangaveltur um stærðir, með hliðsjón af hinu risavaxna, eru uppistaðan í 4. kafla
Tarergon, ritgerðar Jacques Derrida, en heiti kaflans er „Le Colossal“ eða hið risa-
vaxna. Þar les höfundurinn í hina ffægu grein Kants, § 26, sem finna má í 3.
gagnrýni hans, Gagnrýni dómgreindaritmar, frá 1790, og fjallar um „mat á stærð
hluta í náttúrunni sem forsendu hugmyndarinnar um hið stórbrotna“: Hið risavax-
na - le colossal, eða das Kolossalische - sem er hvorki hið ógnarstóra né hið ferlega -
IÓO