Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 163
HVAR EIGUM \1D HEIMA?
Eins og Kabakov-hjónin setja upp dæmið virðast risarnir tdlheyra for-
tíðinni og putalingamir framtíðinni. Við mennirnir erum mitt í milli,
væntanlega í nútíðinni, einu tíðinni sem kallast getur í raunhæfum hlut-
föllum. Eins og verkið er sett fram, og því fylgt úr hlaði, mætti ætla að
þau Kabakov væru að gefa nútímanum langt nef með því að endurvekja
hina hfseigu hugmynd Hesíódosar, úr Vinnu og dögum og Goðakyni, um
gullöldina, þegar mennirnir voru snöggtum meiri og betri sökum ná-
lægðar sinnar við guðina og hrekkleysis flekklauss lífernis. En eins og
segir í þessari aldagömlu goðsögn þurfti hrekkjalóminn Prómeþeif, einn
af jötnunum, eða títönunum, afkomendum Uranosar og Gæju, til að
mennirnir misstu af gullöldinni. Með því að pakka inn beinunum af fórn-
ardýrinu í gimilega fitu handa guðunum, en geyma safaríkt kjötmetið í
viðbjóðslegum belg skepnunnar reyndi Prómeþeifur - en nafh hans
merkir „hinn forsjáli“ - að villa um fyrir æðri máttarvöldum. I reiði sinni
svipti Seifur mexmina eldinum en Prómeþeifúr stal honum aftrn og faldi
í fennikustofni. Eins og frægt er orðið var honum hegnt með járnfest-
ingu á kletti í Kákasusfjöllunum þar sem öm rífur úr honum hfrina uns
Herakles kemur til sögunnar og leysir hann úr prísundinni.4
Þótt saga Prómeþeifs sé vissulega áhugaverð em það afleiðingarnar af
le prodigieax, le monstrueux, eða das Ungeheure - getur hentað „einfaldri framsetn-
ingu“ - blosse Darstellung - sem hugtak, en þó því aðeins að hin einfalda framsetn-
ing hugtaksins sé „nánast of stór fyrir framsetningu yfirleitt - derfiir alle Darstellung
beinahe zu grofi ist. Hugarfóstur - konsept, eða fullmótuð hugmynd - getur verið of
stórt, nánast um qfíyrir ákveðna framsetningu.
Hið risavaxna - colossal/kolossalisch - á því við um framsetninguna, sviðssetninguna,
eða sjónarmiðið, ef um augnablikið er að ræða, fremur en eitthvað; eitthvað sem er
hlutrænt, en hugarfóstur er [meðal þess sem] ekki [er] raunverulegt. Sjá, Jacques
Derrida, Parergon, 4. kafh, „Le Colossal“, í La vérité en peinture, París: Flammarion,
1978, bls. 143.
4 Eins og sjá má af frásögn Hesíódosar eru líkindin milh Prómeþeifs og Loka sláandi.
Mér er þó ekki kunnugt um að íslenskir fræðimenn hafi kannað sérstaklega þennan
merkilega skyldleika né heldur muninn á jötnunum tveim, örlögum þeirra eða stöðu
innan goðsagnanna. En þeir sem fengu að gjalda fyrir óvirðulega framhleypni Pró-
meþeifs - 1ubrig - var sjálft mannkynið. Fyrstu viðbrögð Seife við þjófiraði Próme-
þeife á eldinum voru þau að senda Pandóru til mannheima með skrínið sitt. Þótt
Prómeþeifur biti ekki á agnið féh bróðir hans Epiþeifur — sá sem er vitur eftir á -
fyrir töfrum hennar og mannkymið uppskar allar hugsanlegar plágur sem hún
geymdi í öskju sinni. Efdr þjáningar sínar og mannkynsins reyndi Prómeþeifur að
bæta fýrir böl sitt með því að kenna mönnunum ýmsa þá tækni sem síðar varð
grundvöUur menningar okkar, svo sem húsa- og málmsmíði, skrift, lækningar, spá-
dómsgáfu og tamningar.
iói