Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 165
HVAR EIGUM VIÐ HEIMA?
brand með stöðugnm umbyltingum, sem líkt og stjórnmálin nær kjör-
degi bera með sér loforðaflaum um nýja gullöld. Varla er það að ófyrir-
synju að yfirlýsingarnar, ávörpin og hugvekjurnar, sem virðast reyndar
hefjast með lofgjörðinni á nýklassískum tíma átjándu aldar, svo sem
„Oðnum til gleðinnar“ efdr Schiller, „Stríðshvatningunni til Rínarhers-
ins“ eftir Rouget de l’Isle - sem síðar varð þjóðsöngur Frakka - og „Is-
landi“ efdr Jónas Hallgrímsson, margfaldast í árdaga nútíma lýðræðis.
Sem bókmenntaform virðist lofgjörðin magnast um líkt leyti og menn
eru að missa trúna á goðsögn Hesíódosar um gullöld Krónosar, sköpun-
arsögu Gamla testamentisins og önnur ámóta minni sem mæra fortíðina
á kostnað samtíðarinnar.
Þó ber að varast alhæfingar í þessu sambandi. Gullaldarhugmyndin
hélt velli þrátt íyrir allt, jafnvel í kenningum manna sem töldu sig að öllu
leyti hafna yfir trú og trúgirni. Marx og Engels - sem varla geta talist
hefðarsinnar í þeim skilningi að þeir hefðu kvittað gagnrýnislaust undir
ritsmíðir Hesíódosar - falla þó í hverja gryfjuna af annarri þegar kemur
að umfjöllun um fortíðina, einkum fyrir daga ritaðra heimilda. Allt frá
Kommúnistaávarpinu, sömdu 1848, í árdaga pólitískra umsvifa tvíeykisins,
til hinnar gagnmerku ritgerðar Engels, Upphaf fjölskyldunnar, einkaeign-
arinnar og ríkisins, sem út kom 1884, ári eftir andlát Marx, hefur lesand-
inn á tilfmningunni að mannkynið hafi verið réttlátara, vingjarnlegra og
frjálsara í árdaga. Að mati höfunda Kommúnistaávarpsins voru lénsherrar
miðalda hreinir heiðursmenn í samanburði við borgarastétt nútímans.
Þeir virtu „... hin listofhu lénsbönd, er tengdu saman yfirmenn og undir-
gefha ...“; tengsl sem Marx og Engels segja kaupahéðna borgarastéttar-
innar svívirða með því að rifta þeim miskunnarlaust. Þá hefur borgara-
stéttin að þeirra áliti „... rænt fjölskyldulífið sínum blíða ástúðarblæ og
gert það að einskæru fjármálasambandi.“6
6 Karl Marx og Friedrich Engels, Urvalsrit I, Reykjavík: Heimskringla, 1968, bls. 29.
Ef það reynist rétt að fjölskyldulíf í borgaralegu samfélagi sé að úrkynjast í einskært
fjármálasamband, hví er þá orðið gifting búið að glata upprtmalegri merkingu sinni?
Aður fyrr kvæntust karlar en konur giftust. Núna giftast karlar jafnt og konur, nokk-
uð sem bendir tál að konur séu ekki lengur geffiar með heimanmundi. Þannig bend-
ir allt til að fjármálaleg áhersla brúðkaupsins í hinu dæmigerða vestræna landi, Is-
landi, hafi glatað hagffæðilegri merkingu sinni, andstætt því sem Marx og Engels
halda fram.
í áðumefndri ritgerð Engels, í sama bindi, er staðfastlega fullyrt að fjölskylduform
nútímans í vestrænum ríkjum sé sprottið af versm hugsanlegu niðurstöðunni af
langri þróun hjúskaparhátta á forsögulegum tíma. Þrælahald, byggt á alræði föður-
ÍÓ3