Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 169
HVAR EIGUM \1Ð HELMA?
Hrossið sem táknmynd hraða
Það getur ekki annað en flögrað að lesanda þessarar vandræðalegu yfir-
lýsingar að jafn gamansamur listamaður og Marcel Duchamp hafi af ein-
skærum kvikindisskap málað einu og tveim árum síðar Nekt á leið niður
stiga, I og II, í futúrískum stíl, tdl þess eins að stríða Boccioni og félögum.
Alltént standa þau tímamótaverk sem minnisvarði um hve vafasamt það
getur verið að gefa út jafn nákvæma stríðsyfirlýsingu og tæknilega yfir-
lýsingu fiitúrískra málara. Sjálfur braut svo Boccioni heitdð þegar hann
tók að móta ltkama á hreyfingu, væntanlega nakinn, undir hinum ýmsu
tdtlum. Vissulega var megináherslan áfram lögð á tdlraunir tdl að túlka
hreyfingu í kyrrstæðu efni og þar tókst höfundinum best upp í högg-
myndinni Einstætt framhald. forma í rými, frá árinu 1913. Það verður þó
varla dregið í efa að þetta meistaraverk Boccionis og fútúrískrar högg-
myndalistar var mótað eftdr naktri fýrirsætu. En hafi fútúristarnir verið
búnir að fá sig fullsadda af nöktu holdi mætti spyrja hvort þeir hafi ekki
einnig verið búnir að fá yfrið nóg af annarri klisju sem gekk eins og rauð-
ur þráður gegnum ganga stórsalanna. Hér er átt við hestamyndir þær,
sem gjaman prýddu konfektkassa og prýða þá enn. I heila öld, frá ofan-
verðri átjándu tdl loka þeirrar nítjándu, vom hestamyndir, rómantískar og
raunsæjar, uppistaðan í salónsýningum stórborganna. Þessi tegund listar
var enn við lýði þegar fútúristarnir blésu í herlúðra sína.10
Hross vom einmitt veikleiki Boccionis og var hann ekki einn um það
í listasögunni að verða tdl vegna ákafs áhuga síns á reiðmennsku. Líkt og
forveri hans, rómantíski listmálarinn Théodore Géricault, sem uppi var
öldinni fyrr, dýrkaði Boccioni ótamið hestafhð. Þegar fist beggja er bor-
in saman kemur í ljós að þó svo heil öld skilji þá að og stílrænt yfirbragð
verka þeirra sé þar af leiðandi allólíkt er inntakið náskylt. Segja má að
báðir hafi verið hugfangnir af óbeisluðu frumafli sem fólgið var í hams-
lausri orku dýra og manna sem tjá sig fremur með líkamlegu æði en tdl-
lærðum og kerfisbundnum athöfnum. Hreyfiaflið sem fylgdi iðnbylting-
10 Hugljúfar myndir rómantíska listmálarans George Stubbs, sem var starfandi á Eng-
landi á seinni hluta 18. aldar, prýða enn margan konfektkassann og varla er til púslu-
spilsframleiðandi sem ekki gerir út á sveitalífsmyndir hans af þeirri sortinni. Oldinni
yngri en Stubbs var franska listakonan Rosa Bonheur, sem lifði næstum ffam til
aldamótanna 1900. Raunsæjar dýraHfs- og hestamyndir hennar voru einkum vinsæl-
ar meðal Breta og Bandaríkjamanna, en hjá þeim naut hún jafnvel meira áhts en
heima fýrir.
167