Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 170
HALLDÓR BJÖRN RUNÓLFSSON
unni og leysti úr læðingi rómantíska spennu á öllum sviðurn vestrærmar
mermingar varð Géricault innblástur til að takast á túð þá tilfinningaólgu
og sálarflækjur sem fylgdu nýrri öld efnishyggju og hraða. Eitt af því sem
hvað best sannar að hann er ókrýndur fyrirrennari futúristanna var dá-
læti hans í æsku á hermennsku og þeim frumstæðu hvötum sem era óhjá-
kvæmilegur fylgifiskur stjnjalda. I leikandi riddaramjmdum sínum af
úrvalsknöpum Napóleons á prjónandi og fnæsandi fákum, eða hraðmál-
uðum verkum af arabískum riddmmm í eyðimörkinni sem rejma að verja
reiðskjóta sína fyrir árásum grimmúðugra ljóna, tókst Géricault einkar
vel að fanga það augnablik þegar maður og skepna verða eitt; þegar
manninum gefst ekki tækifæri til að hugsa heldur verður að bregðast túð
óvæntum aðstæðum af einskærri eðlishvöt.
Þessa ólgandi rómantík er einnig að finna í verkum Boccionis, allt frá
því hann málar sitt fyrsta „fútúríska“ meistaraverk, Borgin vaknar, árið
1910, þar til hann lýkur opinberam ferh sínurn með Ahlaup riddaraliðs-
ins, frá 1915. Það er þó spurning hvar framtíðina er að finna í þessum
verkum hans, þá tíð sem hlýtur að koma upp í hugann þegar heitið fútúr-
ismi er skoðað. Það er nefnilega svo að varla örlar á vélaöldinni hjá hon-
um, þeirri sem Marinetti dásamaði svo rnjög í líld kappakstursbílsins og
stríðsvélanna góðu, og skila átti veröldinni hreinni og betri. I fyrri mynd-
inni sjást einungis hross innan um byggingaffamk\ræmdir og verkamenn
en seinni myndin sýnir hrossastóð sem stekkur móti reykspúandi röð
riffla. Það er ekki framtíðin sem þessar m\mdir lýsa heldur fortíð sem var
að mestu horfin þegar listamaðurinn málaði þær og límdi saman. Síðasta
æviár sitt hvarf Boccioni meira að segja frá túlkrni kraftmikillar hreyfing-
ar í verkum sínum og gerðist æ handgengnari aðferðum franska póst-
impressjónistans Cézannes, meðan hann dvaldi hjá vinum sínum, Gerdu
Sjöstrand og eiginmanni hennar, tónskáldinu og píanistanum Ferruccio
Busoni. Boccioni lést efdr fall af hestbaki árið 1916, aðeins þrjátíu og
þriggja ára að aldri. Arið 1824 lést Théodore Géricault, þrjátíu og
tveggja ára gamall, af áverkum sem hann hlaut eftir fall af hestbaki.
Munurinn er þó töluverður á þessum tveim forföllnu hestaáhuga-
mönnum. Þegar Géricault lést var hrossið ígildi vélknúinna farartækja
nútímans. Því má segja að Géricault hafi látist frnir tilstilli umferðarslyss
líkt og þeir sem látast í bílslysi nú til dags. Þegar Boccioni lést var hest-
urinn ekki lengur nýttur sem reiðskjóti nema til sveita, og sem burðar-
klár í riddaraliðssveitum eins og þeirri sem listamaðurinn tilheyrði þeg-
168