Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 173
HVAR EIGUM VIÐ HEIMA?
Ritsmíðar Freuds voru Breton sem himnasending um miðbik heims-
styrjaldarinnar, því fram til 1916 hafði hann einungis tvo sendiboða úr
heimi bókmenntanna sér til halds og trausts við sitt óbKða starf; að kom-
ast inn í hugarheim skjólstæðinga sinna og reyna að setja sig í spor manna
sem glatað höfðu sjálfum sér og sjálfi sínu á vígstöðvunum. Aður en hann
kynntist skrifum Freuds hallaði Breton sér mest að Arthur Rimbaud og
Alfred Jarry og reyndi með aðstoð þessara makalausu fyrirrennara bók-
menntalegrar framúrstefnu að ná utan um verkefhi sitt. En skömmu áður
en hann komst í tæri við kenningar sálkönnuðarins austurríska rak á íjör-
m Bretons einstakling sem meira en nokkur annar maður mótaði viðhorf
hans til lista og menningar. Þetta var sérvitringurinn og vanabrjótminn
Jacques Vaché, ættaðm frá Lorient á Brittaníuskaga, sem lá á sjúkrahús-
inu í Nantes eftir að hafa fengið í sig sprengikúlu. Breton vann á þessu
sama sjúkrahúsi, sem læknakanditat, í ársbyrjun 1916. Eftír að hafa náð
sér sæmilega hélt Vaché aftur á vígstöðvarnar í Norður-Frakklandi sem
enskutúlkm, þaðan sem hairn sendi Breton íjölmörg sendibréf, en jafii-
framt skrifaðist hann lítilsháttar á við Théodore Fraenkel og Lotús
Aragon. Að frátöldum fáeinum mánuðum á spítalanum í Nantes hittust
þeir Vaché og Breton aðeins nokkrum sinnum, í mýflugumynd, í París,
áðm en Jacques Vaché féll frá árið 1919, tuttugu og þriggja ára gamall, af
of stórum ópíumskammti. Fyrsta verk Bretons var að gefa út bréf Vachés,
sama ár og hann lést, undir heitinu StríðsbréfP
aðarermdi hafði djúpstæð og varanleg áhrif á Breton, sem vann sem aðstoðarlæknir
á vígstöðvunum ásamt Louis Aragon, síðar öndvegisskáldi súrrealismans. Það var í
ágúst 1916, í sama mánuði og Boccioni lét lífið, sem Breton kynntist kenningum
Freuds þar sem hann starfaði á Tauga- og sálfræðispítalanum í Saint-Dizier, nyrst í
Búrgundalandi, við að ná sambandi við unga hermenn sem höfðu misst tök á skyn-
seminni vegna taugalosts. Þannig er það skjalfest að Breton sökkti sér ofan í ritverk
Freuds töluvert áður en rit hans höfðu verið þýdd á frönsku. Brennandi áhugi hans
á kenningum sálkönnuðarins austurríska leynir sér ekki í bréfaskriftum hans við
Théodore Fraenkel, sem einnig lagði stund á læknisfræði og varð síðar virkur með-
limur í dada- og súrrealistahreyfingunni. Það voru rannsóknir Freuds á tungutakinu
og óvenjulegri notkun orða og orðasambanda sem heilluðu Breton. Með þeim átt-
aði hann sig á því að til voru ókannaðar lendur orðræðunnar handan þess orðfæris
sem lýtur stjóm vitundar og vilja. Sjá André Breton, „Demander secours aux poét-
es“, adpf-publications - la petdte bibhothéque, http://www.adpf.asso.ff/adpf-pu-
bli/folio/breton/breton02.html - sótt 20. júní, 2006.
13 Jacques Vaché, Lettres de giierre, París: Au Sans Pareil, 1919. Breton fýlgdi þessu litla
kværi efdr með formála effir sjálfan sig. Hægt er að kalla bókina fram raffænt og inn-
byrða [download] á eftirfarandi slóð: http://sdrc.lib.uiowa.edu/dada/Lettres_de_
guerre/index.htm.