Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 174
HALLDÓR BJÖRN RUNÓLFSSON
Slík áhrif hafði Vaché þegar á Breton að hann trúði fótgönguliða ein-
um fyrir því að án Vachés hefði hann trauðla orðið ljóðskáld. Svo ræki-
lega hafi hann dregið fram í sér hin myrku öfl að hann hafi komið sér til
að trúa á eitthvað sem heitið gæti köllun. I fyrstu Stefnuyfirlýsingunni ár-
ið 1924 gaf Breton honum einkunn ofar öllum öðrum sem áhrif hefðu
haft á súrrealismann með því að staðhæfa: „Vaché er súrrealistimi í mér.“
Aldarfjórðungi síðar játaði Breton fyrir systur Vachés að bróðir hennar
væri sá maður sem mest hefði hrifið sig af öllum og haft afgerandi áhrif
á þá stefnu sem líf hans tók. „I bókmenntum var ég upphaflega snortinn
af Rimbaud, síðan Jarry, svo Apollinaire, Nouveau og Lautréamont, en
ég á Jacques Vaché mest að þakka.“14
Hvað var það sem Breton sá í þessum furðulega og dándismannlega
sérvitringi? Breton talaði um hirm óviðjafnanlega stíl sem virkaði hikandi
og oftar en ekki óræður, líkt og Vaché væri að tala við sjálfan sig um leið
og hann fnllyrti eitthvað á blaði. En trúlega var það einstæð og einarðleg
afstaða hans til skálda og listamanna, sem voru samferða honum, sem
hreyfðu við gagnrýnandanum í Breton. Að hans mati leysti háð hans og
gamansemi úr læðingi einhverja virkni sem hvorki féll í gryfju leikrænna
tilburða, oflátungsháttar né tilgerðar, en framúrstefhan var stöðugt ofur-
seld hættum af slíkum toga. Þannig má sjá í þeim fáeinu bréfurn sem
Vaché skrifaði Breton nokkurs konar ónefhda stefnuyfirlýsingu sem
beint er gegn öllu því sem honum þótti uppskafningslegt í ridistinni og
gilti þá einu hvort um var að ræða þekkta rithöfunda eða óþekkta, grrnn-
spjóta framúrstefnunnar eða ládausari skáld og höfunda. Vaché var mjög
efins um listina sjálfa og virðist hún oft hafa farið í hans fínustu taugar. I
viðbrögðum hans má sjá náttúrulegt ofhæmi fyrir þeirri uppgerð sem elt-
ir listir þegar andagiftin svíkur og höfundar lenda í kviksyndi loftkennds
tepruskapar.
Okkur er illa við listina
I ágústmánuði 1917 sendi Vaché Breton bréf þar sem hann byrjar á því
að segja að hann hafi lengi dvalið við svarið við fyrra bréfi Bretons en átt
erfitt með að finna því endanlegt tjáningarform sem hæfði tilfallandi
augnablild þar sem allt líður áreynslulaust af fingrum fram. Vaché ákveð-
14 Bertrand Lacarelle, Jacques Vaché, París: Grasset, 2005. Sjá útdrátt eftir höfundinn
sem fylgir bókinni úr hlaði.
I72