Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 179
Geir Svansson
Otímabærar bókmenntir
Um Megas, „avant-garde“ og (ó)módernisma1
Er nú vissulega tímabœrt - þó ótimabært sé um eilífí - að hefja þá
óþrifnaðarsýslu að rita vanhelga bók um djöfiilsins öfugsnúnu furð-
ur og stórmerki, þá bók sem enginn getur lesna frá sér látið sér að
skaðlausu og er þó ekki öllum gefið að mega stafa hana á enda.
Þetta er sagan tf/Birni og Sveini en hana get ég sagtþví ég varþar
sjálfur.2
Magnús Þór Jónsson -Megas - hefur einstakt lag á því að skrifa og hrella
með „ótímabærum“ skáldskap. Hann er helgimyndabrjótur - eða -brjót-
uður, svo gripið sé til hans eigin orðasmíðar - í íslenskri menningu og
það má lesa andóf af flestu tagi út úr lífi hans og list. Megas hefur ífá
upphafi ferils síns stungið í stúf við umhverfið eða öllu heldur borgara-
legt umhverfi. Skáldskapur hans og einkum söngtextarnir eða ljóðin eru
rækilega á skjön, annars vegar við klisjukennda dægurlagagerð í
(ísl)ensku poppi og hins vegar við hámóderníska ljóðagerð þar sem
naumhyggjan var nær allsráðandi. Megas er ekki síður þvert á venjur í
prósagerð sinni: smásögur hans, en aðeins örfáar þeirra hafa birst á
1 Eg hef áður bryddað upp á „ómódemisma“ í skxifum Megasar í greininni ,dVIegas
óbundinn“ í Megas, ritstj. Geir Svansson og Hjálmar Sveinsson, Reykjavík: Mál og
menning, 2001, ekkert blaðsíðutal.
2 Megas, Bj'öm og Sveinn - eða makleg málagjöld, Reykjavík: Mál og menning, 1994,
bls. 51. Bókin er nú ófáanleg enda upphaflega prentuð í lidu upplagi. Eins konar út-
drátt úr sögunni er að finna á fyrsta hljómorðadiski Megasar Haugbrot: Glefsur úr
neó-reykvískum raunvenileika, Reykjavík: ómi, 2001. A disknum les höfundur, undir
tónbstarflutningi, valin brot úr Bimi og Sveini.
177