Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 180
GEIR SVANSSON
prenri, og svo skáldsagan Bjöm og Sveinn (1994) fengu lítinn hljómgnmn
og voru í raun, með afar neiWæðum umsögnmn og/eða þögn, „afskrif-
aðar“ af bókmenntastofnuninni og öllum almenningi. Þótt umfjöllun um
Björn og Svein hafi verið lítil í þölmiðlum spurðist það fljótt út að um væri
að ræða misheppnaða tilraun, að bókin væri illskiljanleg orðagnótt og
textinn „amfetamínbólginn“. Salan var treg og því gekk h'tið á upplagið
þótt það væri í lágmarki. Bókmenntalegt gildi bókarinnar var greinilega
dregið í efa í sjaldgæfum umsögnum og ekki síður í munnmælum.3
Astæður fyrir dræmum viðtökum kmma að vera ýmsar. Þær gætu ver-
ið af fagurfræðilegum toga; textinn annaðhvort of tyrfinn eða „lélegur“.4
En þær geta líka verið vegna fordóma; vegna ótdnsælda höfundarins
sjálfs.5 Þótt það sé ekki markmið þessarar greinar að kveða upp úr með
stöðu Björns og Sveins - og Megasar - í íslenskri kanónu, skal hér í stuttu
máli fullyrt að umrædd skáldsaga er í senn mögnuð, einstök og róttæk, í
stíllegum og hugmyndalegum skilningi, og að hún á, margra hluta vegna,
skilið meiri athygli. Miðað við hversu prúðar og lesendavænar íslenskar
bókmenntir eru alla jafna, enda markaðurinn lítill, er vel hægt að ímynda
sér að Megas sé í óbundnu máli einfaldlega of „framúrstefinulegm'“, of
avant-garde, fyrir almennan smekk. Helstu áhrifavaldar Megasar hafa
einmitt verið kenndir \dð framúrstefnu - Beat-skáldin, Bob Dylan og
William S. Burroughs, að ónefndum súrrealistum: Dylan hafði afgerandi
áhrif á ljóðagerð Megasar, Burroughs á prósann. Það má líka láta sér
detta í hug að ef íslenskur lesendahópur væri stærri og ekki jaih einsleit-
ur og hann er (eða hefur verið), hefði Bjöm og Sveinn ekki ósvipaða stöðu
í menningunni og andlega skyddar bækur í sinni menningu eða heims-
3 Ritdómari í Morgunblaðinu (20. des. 1994) skefur ekld utan af því: „Oheft fonn
skáldsögunnar hefur í þetta skipti reynst [Megasi] of\dða og árangurinn er vitundar-
lítið orðafyHerí." ]>á er látið að því liggja að popplagahöfundurinn eigi lítdð erindi í
alvöru skáldsagnagerð.
4 Því verður ekki neitað að höfundur gerir lítdð tíl að létta lesendum róðurinn; text-
inn byggir á „óheftum“ orðaleik, nýyrðum, fornyrðum og slangri í bland, og endur-
tekningum þar sem sama atburðarás er t.d. skoðuð út frá fleiri en einu sjónarhorni.
Tími og rúm renna þar að auki saman og sundur í gróteskum vanhelgileik.
5 Arið sem bókin kom út eimdi enn eftir af vanþóknun „almennings11, og jafhvel gam-
alla aðdáenda, á söngtextum um sæta stráka í Bangkok og víðar (Lofhnyndir 1987,
Höfuðlausnir 1988 og Bláir Draumar 1988), sem segja ffá samkynhneigðum ástum
þar sem ungir strákar koma við sögu. Megas helltd svo olíu á eldinn með kynferðis-
legum/klámfengnum texta á geisladisknum Þrír blóðdropar, sem kom út 1994, sarna
ár og Bjöm og Sveinn, en innan á umslagi disksins eru ljósmyndir af fáklæddmn ung-
um stúlkum.
I78