Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 182
GEIR SVANSSON
hljóman, framfarahngsun sem oft er ríkjandi í módernisma.7 Meint ffam-
rás módernismans, eða Módernismans, sem ýmsar stefnur, eins og róm-
antík og raunsæi, fátúrismi og súrrealismi, hafa verið felldar undir, var
nær óheft (frá þeim upphafspunkti sem valinn er) fram á seinni hluta síð-
ustu aldar, þegar fjara tók undan honum í síðkapítalísku ástandi, túlja
sumir meina. Síðan þá og með vaxandi þunga frá 9. áratug síðustu aldar
hafa módernismi og póstmódernismi orðið eins konar höfuðmóthverfur
í orðræðunni. Gæta verður að því að ekki er um að ræða hreinar and-
stæður: póstmódernismi eða -ismar eru að miklu lejui samofnir módern-
isma, eins og orðið sjálft.8
Það flækir enn málið að hugtökin eru að sumu leyti ósambærileg: Að
slegnum þeim varnagla sem þegar hefur verið rakinn/rekinn hér í neðan-
máli (sjá nmgr. 7), er samt sem áður freistandi að kenna módernisma við
hugmyndaffæði (og ef til vill stefnu í einstaka tilvikum - meðvitaða og
ómeðvitaða - sem þó er ekki einhlít).9 Módernismi eða nútímahyggja, í
' Þótt hæpið sé að tala um módernisma sem einsleitt Mirbæri og heildstæða kenn-
ingu, kannski sérstaklega í bókmenntum, er ef til vill hægt að tala um undirliggjandi
díalektískt hugarfar sem rekja má til upplýsingarinnar og byggir á framfarahugsun
og algildishyggju, ekki bara hvað hið efnislega varðar, heldur einnig ffamþróun
mannsandans. Þessu móderníska hugarfari fylgir eins konar framfaraleg andhverfa
sem felst í firringu (marxískri og sálfræðilegri), tvístruðu sjálfi og existensíalískri
angist. Ef til vill eru það sérstaklega þessir neikvæðu þættir sem módernískar bók-
menntár veita í farveg. Sama „hugarfar“, einkum jákvæðir þættir þess, kemur fram
með „konkret“ og greiniiegum hætti í arldtektúr - í stílnum. En einnig í heimspeki
og auðvitað allri menningarframleiðslu. Þetta „þróunar- og framfarahugarfar" (eða
vantrú á því!) kemur gjarnan ffam í módernískum bókmennmm á 20. öld í nýstár-
legum stílbrögðum og hefðarrofi, þar sem söguþræðinum er m.a. „gefið á hann“.
Gildir þá einu hvort þessari hugsun er játað eða hafnað. Því verður Iíka að halda til
haga að þótt bókmenntalegur módernismi virðist stundum allsráðandi á 20. öldinni,
þrifust samtímis skrif af öllu tagi sem ekki er hægt að fella undir hann, ekki beinlín-
is. En fáir rithöfundar geta að Iíkindum skrifað í lofttæmi, í algerri einangrun frá
ríkjandi tíðaranda.
8 Hugtökin og orðin post/modernism ogposthnodentity, og þýðing þeirra )dir á íslensku
er ekki einföld en hér verða þau notuð, svona nokkurn veginn, með effirfarandi
hætti: Modernism/módernismi á við stefnur og strauma í bókmenntum og listum
frá og með síðari hluta 19. aldar; postmodernism/póstmódernismi vísar til hræringa
sem taka við af módernisma; modernity/nútíminn vísar til hugmyndaffæði nútím-
ans sem rekja má aftur til upplýsingarinnar, frönsku byltingarinnar, iðnvæðingar eða
uppvaxtar kapítalismans; postmodernity/póstmódern tími vísar til síðkapítalísks
ástands og klípu nútímalegrar framfarahyggju.
9 Hér mætti nefna „yfirlýsingar“ Le Corbusier í arkitektúr og (andpólitísk) boðorð
Clements Greenberg í myndlist. Erfiðara er að nefha einn höfund bókmenntalegs
l8o