Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 183
ÓTÍMABÆRAR B ÓKMENNTIR
víðri skilgreiningu, frá upplýsingunni, felur í sér skynsemis- og framfara-
hyggju ef ekki beinlínis félagsleg markmið um bættan heim og alþjóða-
hyggju.10 Ef til vill er hæpið að alhæfa um módemískt kenningakerfi, en
engu að síður má fullyrða að á vissum tímabilum hafi ríkt eins konar „nú-
tímalegur/módemískur11 samhugur sem t.d. gerði listamönnum kleift að
kenna sig við módemisma eða samsinntu honum ómeðvitað. Menn-
ingartímaritið Birtingur er dæmi um rit sem sameinaði módemista úr
ýmsum greinum: yfirlýst markmið var módemískt og samfélagslegt.
Erfiðara er að tengja póstmódemisma við hugmyndafræði - nær væri
að segja að hann feh einmitt í sér gagnrýni á eða andóf gegn hugmynda-
firæði eða í það minnsta hugmyndafræðilega þreytu. Þótt hér sé um að
ræða fína línu og margir séu ósammála því að draga hana, langar mig að
kenna póstmódemisma heldur við tíðaranda, ástand og afstöðu/afstöðu-
leysi, en hugmyndafræði. Stíllinn, sem er nánast eitt af einkennisorðum
módemismans, er ekki lengur hreinn og ffamsækinn heldur blandaður
og afturhverfur. I póstmódernisma eða póstmódemísku ástandi leysir
endurvinnsla frumlegheitin af hólmi en existensíaKsk angist (sem er
hugsanlega megmeinkenni (há)módemískra bókmennta á seirmi hluta
20. aldar, t.d. í verkum Becketts) víkur fyrir meðvitaðri írónískri afstöðu
þar sem spurningin um dauða guðs, einsemd mannsins og firringu hans
er ekki lengur áhugaverð.11
I umræðu um póst/módernisma, í hstum og í ffæðum, er mikilvægt að
hafa í huga þann menningarlega og/eða landfræðilega mun sem er á um-
ræðunni. Oll umfjölltm um póstmódemisma og póstmódernista er mun
þjálh á ensku og á enskum málsvæðum - í Bandaríkjunum, Kanada, Bret-
landi og Astraiíu. Enda má leiða að því getum að póstmódemismi sé
bandarísk vara, unnin úr fræðilegu hráefhi sem að stómm hluta kemur ffá
Frakklandi úr smiðjum Barthes, Baudrillards, Derrida, Deuleuze & Gu-
attaris, Foucaults, Lyotards, o.fl. Þrátt fýrir að allir helstu smiðir þeirra
kenninga sem notaðar hafa verið til að greina póstmódernisma (og em
módemisma í þessum sldlningi; höfundamir eru þölmargir og hafa unnið undir
flöggum ýmissa stefha, eins og formahsma, formgerðarhyggju, nýrýni, o.s.ffv.
10 Flóknara og langsóttara er að heimfæra þetta upp á módemisma í listum.
11 Jean Baudrillard hefur haldið því fram að okkur standi ekki lengur ógn af meintri
firringu og aðskdnaði mannsins (frá guði, náttúrunni, öðrum og sjálfum sér) heldur
þvert á móti af algemm samruna á öllum sviðum, í (fjöl)miðlaðri veröld. Sjá t.d. Jean
Baudrillard, D’uti fragment l’autri - Entretiens avec Frangois L’Yvonnet, París: Editions
Albin Michel, 2001, bls. 33.
181