Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 185
ÓTLMABÆRAR BÓKMENNTIR
lenskum bókmenntum en það sem greinir þær í sundur og gerir aðra
módemíska en hina póstmódemíska, er tilvistarangistin, Tómas er ekki
kominn upp úr kjallaranum og gæti allt eins átt heima hjá Dostojevskí í
Minnisblöðnm úr undirdjúpunum. Hlynur Björn, úr 101, myndi hins veg-
ar ekki þrífast þar, í sjónvarpsleysi, mömmuleysi, allsleysi. Og hvað með
framúrstefhuna? An frekari rökstuðnings væri hægt að leggja til að Thor
og Kristín, auk Acker, séu ef til vill einu rithöfundamir í upptalningunni
hér að ofan sem væri hægt að kenna við framúrstefhu og þá vegna
óvenjulegra stílbragða og nýstárlegrar (mis)notkunar á textanum, tungu-
málinu og frásögninni.
Skálgreiningarleikir af þessu tagi em eflaust að mestu skaðlausir. En
getur hugsast að þessi sjálfgefna tvíslápting og sú tvíhyggja og tvenndar-
hugsun sem í flokkunarferlinu felst dragi athyglina frá áhugaverðum flöt-
um á bókmenntum og fræðum og þróun þeirra?
Megas og móde?~nisminn
Megas kom fram, eins og áður segir, þegar módemisminn á íslandi var
rúmlega í hámarki. Orðagnótt og magnaðir fomyrðissöngvar hans vom
„nýjung“ í ljóða- og popplagagerð. Eins og Bob Dylan vestanhafs fann
Megas formbundið frelsi í rímaðri mælgi þvert á vissar módernískar hug-
myndir um stílfágun og naumhyggju sem áttu það til að vera heldur upp-
hafnar. En þrátt fyrir formhyggjuna er Megas með öllu óbundixm í texta-
gerð sinni og söngvum: allt er mögulegt, rétt eins og hjá Dylan. Ofan á
allt notaði hann slangur ótæpilega, fannst mörgum, en í þeim skýra til-
gangi að ögra. Itarleg þekking Megasar á íslensku og íslenskum bók-
menntum, ekki eingöngu fagurbókmenntum heldur einnig alþýðuritum,
reyfurum og dægurmenningu, gerði honum kleift að blanda saman háu
og lágu, góðu og slæmu, þannig að úr varð sannfærandi og þjál íslenska
sem tjáði tíðaranda í miðri gagnmenningarbyltingu á 7. og 8. áratug hð-
innar aldar á Islandi. Þótt Megas hafi ekki verið fyrstur til að nota dag-
legt mál eða götumál í textagerð, gerði hann það á svo afgerandi hátt að
textar hans voru nauðgun á íslenskunni í augum sómakærra borgara en
auðgun í augum róttækra ungmenna.12 Megas kemur úr annarri átt en
12 An þess að það hafi verið rannsakað er óhætt að fullyrða að Megas hafi haft mikil
áhrif á málnotkun, ef ekki málvitund samferðafólks síns (þar fyrir utan varð Megas
á tímabih sjálfskipaður málsvari gagnmenningar, svona nokkum veginn eins og Dyl-
x83