Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Qupperneq 186
GEIR SVANSSON
módemísku góðskáldin og stendur nær Jónasi Hallgrímssjmi og Hall-
grími Péturssyni, en líka Sigurði Breiðfjörð og Bólu-Hjálmari, en til
dæmis atómskáldunum með sín á stundum elítísku ljóð. Hjá Megasi er
heldur ekki um að ræða, hvorki í btmdnu né óbundnu máli, þá sjálfhverfu
existensíalísku og nánast stílbundnu angist, sem finna má hjá smnum
módernískum skáldum. Hjá honum er heldur ekki sama fortaks- og for-
tíðarlausa „nýhyggjan“ og avant-garde módemismi kallar á. Megas sækir
orðfæri sitt og andrúm til arfleifðarinnar og færir samtímanmn. En þessi
arfleifð er ekki, svo það sé áréttað, eingöngu viðurkennd hálist, heldm-
dægurmenning og dægurlist í gegnum tíðina. Og textatengslin em ekki
eingöngu íslensk heldur alþjóðleg (í vestrænum skilningi), eins og þegar
hefur verið bent á.
Það er einmitt þessi (af)staða Megasar sem er athyglisverð: Hann fer
eiginlega fram og aftur (blindgötuna) - hann brýtur gegn módernískri
„hefð“, fer að vissu leyti fram úr henni, en árásin er gerð með vopnum
fortíðar (svo gripið sé til líkingamáls hernaðar í anda framúrstefhu).
Ahuginn snýr aftur, svo að segja: hann sér og dregur fram samfelluna í
bókmenntunum sem hefðarrof módernismans hefur aldrei megnað að
afmá. Megas ber virðingu fyrir öllum skrifum „fýrri alda“ en líka ver-
andi og verðandi tíma, jafht hábókmenntalegum sem alþýðlegum og er
að því leyti haldinn ákveðnu fordómaleysi sem er í andstöðu við elít-
isma og menntað viðhorf eða vitsmunalega nálgun sem ósjaldan ein-
kennir módernista, t.d. þegar þeir Hnna með alþýðumenningu eða
leggja fyrir sig prinhtívisma eða fortíðarhyggju.13 Fagurfræði Megasar
an en auðvitað á mun minni skala). Segja má að framlag Megasar til íslenskrar tungu
hafi fengið formlega tdðurkenningu vorið 2001 þegar honum voru óvænt veitt Verð-
laun Jónasar Hallgrímssonar (á Degi íslenskrar tungu) en þau ber, samkvæmt reglu-
gerð, „að veita einstaklingum er hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri trntgu
gagn“. Ekki voru allir sáttir við verðlaunaveitinguna og ýmsir sáu ástæðu til að tjá
óánægju sína í fjölmiðlum. I aðsendri grein til Morgunblaðsins, 13. janúar 2001,
hefur afar óánægður borgari, Baldur Sigurðsson, eftirfarandi að segja, með vænum
skammti af kaldhæðni: „Hinir hneyksluðu verða að átta sig á því að við lifum á póst-
módernískum tímum, þar sem allt er leyfilegt, og verðlaunaveitingin til Aíegasar,
sem og dagur íslenskrar tungu yfirleitt, er gott dæmi um þær margföldu póst-
módemísku þverstæður sem hvarvetna blasa við í íslensku þjóðlífi nú um stundir.“
Skelegg grein Ingvars Gíslasonar, fyrrv- menntamálaráðherra þar sem hann bendir
á að Megas sé „lífvænlegt skáld“ (MorgunblaSið 6. mars 2001, bls. 54), batt svo enda
á þusið.
13 „Alþýðlegar vísanir" rithöfunda eins og James Joyce, T.S. Eliot, o.fl. er mörkuð vits-
munalegri nálgun sem býður upp á „háleit“ skáldverk firrt alþýðunni. Primitívismi
184