Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 187
ÓTÍMABÆRAR BÓKMENNTIR
er þvert á öll mæri: Passíusálmar og blús fara saman, kántrí og rokk,
klassík og klám. Textatengslin eru ekki eingöngu við „fagurbókmennt-
ir“, eins og var nefnt hér að ofan, heldur einnig reyfara, afþreyingar-
bækur og -tímarit. Engu að síður hafa fáir á síðari árum vakið upp jafn
rækilega áhuga á íslenskri bókmenntaarfleifð.14 Megas er of einlægur í
„menningarfræðilegri“ afstöðu sinni til að glepjast af nýhyggju og
framfaraguðspjalli módernismans.15 Hann er ekki annaðhvort/eða held-
ur bœði/og.
I framhaldi af þessu væri einfalt en smættandi að koma Megasi fyrir
í áhöfn póstmódernista. Hér er því komið að því að kynna til sögunn-
ar þriðja liðinn til að brjóta upp tvíhyggjuna og munstra Megas á ann-
að (dára)fley: ómódernismi. Hugtakið á að ná yfir það sem er ekki
módernískt og frumlegt heldur nær yfir þætti sem „alltaf1 eru til stað-
ar og ríkjandi orðræða á hverjum tíma nær ekki að afmá þótt hún kunni
að breiða yfir þá tímabundið. En þetta samfellda hugtak felur jafhframt
í sér eitthvað sem forðar því frá því að vera samheiti á póstmódernisma.
Eg legg því til að skrif Megasar og ekki síst prósaskrifin falli undir
ómódernisma frekar en póstmódernisma og að með því verði auðveld-
ara að sjá, ekki bara rofið í hefðinni, heldur samfellu hennar sem held-
ur áfram að vera til staðar, þvert ofan í og samhliða módernískri og/eða
póstmódernískri orðræðu. Omódernisminn er ekki bara anakrónískur
(tímaskekkja) heldu líka díakrónískur (þvertímalegur) og synkrónískur
(samtímalegur).
En hvernig er hægt að greina að póstmódernisma og ómódernisma? I
póstmódernisma er vissulega innifalið endurlit og endurvinnsla á hefð-
inni. Endurkoma frásagnarinnar er jafhframt talin vera eitt einkenni
póstmódernísks skáldskapar (án þess að það sé einhlítt). Ymsar skilgrein-
ingar á póstmódernisma fara því nærri skilningi mínum á ómódernisma.
módemista er sömuleiðis umbreyting á alþýðulist/-handverki yfir í hálist - og kann
að auki að fela í sér félagslegar gluggagægjur.
14 Hér er t.d. átt við þá endumýjun íslenskrar tungu sem Megas hefur „staðið fýrir“.
Það má hka nefha afar frjóa notkun hans og endurvinnslu á íslensku ljóðmáli, jafnt
klassísku sem samtímalegu. Ekki má gleyma langvarandi verkefni hans með Passín-
sálma Hallgríms Péturssonar en þar hefur Megas að líkindum unnið ómetanlegt
„kynningarstarf ‘.
15 I þessu tilliti má benda á, með fyrirvara um alhæfingar, neikvæða afstöðu módern-
ista til hins gamla og „úrelta“: fígúratívt málverk er ekki lengur gjaldgengt; hefð-
bundin ljóð (rímuð, stuðluð) ekki heldur; burstarlaga þök óhugsandi - stíllinn og
hugmyndaÍTæðin verður að vera sú rétta.
185