Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 191
ÓTÍMABÆRAR BÓKMENNTIR
Joseph de Maistre a Roland Banhes (Andmódemistamir, frá Joseph de
Maistre til Roland Barthes), leggur hann ffam áhugavert endurmat á
módemismanum í Frakklandi.26 Compagnon endurskilgreinir í raun
módernismann, fylgjendur hans og andstæðinga. Hann dregur franska rit-
höfunda í dilka og skilgreinir ákveðinn hóp þeirra sem andmódemista.
Sumir í þeim hópi, eins og Baudelaire, hafa fram til þessa verið taldir með-
al frumkvöðla módemismans. Compagnon bendir á að aðrir hafi á undan
honum notað orðið, meðal annarra Jacques Maritain árið 1922 í bók sinni
Antimodeme,27 Compagnon bendir á að skilgreining Maritain á hugtakinu
feh í sér alhæfingu um „eilífa fordóma gegn breytingum“, þ.e. sem hafi alla
tíð verið til staðar. Sjálfur rekur Compagnon hins vegar tilurð andmódern-
ismans til frönsku byltingarinnar 1789. Fram að því og ávallt hafi verið til
heíðarsinnar en með byltingunni hafi orðið algert og afgerandi rof sem
hafi gert módemisma - og þar með andmódemisma - mögulegan.
Þótt skilgreining Compagnons á andmódernistum sé staðbundin, að
mörgu leyti tímabundin og sjálfsagt ekki ætluð til útflutnings, langar mig
að máta þær skorður eða viðmið sem hann setur sínum andmódernistum
við viðfang þessarar greinar - Megas. Um er að ræða sex skilgreiningar-
atriði, sem sum kunna að virðast úrelt við tilfærslu í tíma og rúmi: 1)
Sögulegt/pólitískt viðmið: gagn-bylting (contre-révolution)-, 2) heimspeki-
legt viðmið: and-upplýsing (anti-lumiéres); 3) siðrænt/tilvistarlegt við-
mið: bölsýni (pessimisme); 4) trúarlegt/guðfræðilegt viðmið: erfðasjmdin
(péché originel)-, 5) fagurfræðilegt viðmið: upphafning/alsæla (suhlime); 6)
stíllegt viðmið (tónn/rödd): formælingar ('vitupération).28
1990. Einnig Compagnon, „L’arriére-garde de Péguy a Paulhan et Barthes“ í Will-
iam Marx, Les arri'ere-gardes au XXe siecle, París: PUF, 2004, og Compagnon, Les
antimodemes, dejoseph de Maistre a Roland Barthes, París: Gallimard, 2005.
26 Antoine Compagnon, Les antimodemes, de Joseph de Maistre a Roland Barthes.
27 Jacques Maritain, „Antimodeme“ í (Euvres, 1912-1939, París: Desclée de Brouwer,
1975, bók 1, bls. 102. Efdrfarandi staðhæfing Maritains í inngangi bókarinnar er at-
hyglisverð: „Það sem ég kalla hér antimodeme, væri allt eins hægt að kalla ultra-
modeme.“ Seinna orðið væri hægt að þýða „öfga-módemískur“ eða - framúrstefnu-
legur. Þetta kann að hafa þýðingu fyrir þá umræðu sem hér fer á eftir.
28 Antoine Compagnon, Les antimodemes de Joseph de Maistre a Roland Barthes, bls.
17-18. Þessi viðmið skýrir Compagnon í fyrri hluta bókar sinnar en í seinni hlutan-
um fer hann ítarlega í afstöðu andmódemískra höfunda. Hafa ber í huga að viðmið-
in eiga mismikið við hvern og einn andmódernista. Hér gefst ekki rými til að fara
nánar í viðmið Compagnons en hvert þeirra greinir hann niður og mátar við tril-
tekna höfunda. Tilraunamátun þeirri sem fýlgir verður því að taka með fyrirvara.
Hugsanlega varpar hún einhverju ljósi á viðfangsefnið.
189