Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 192
GEIR SVANSSON
Af upptalningu viðmiðanna mætti ætla að andmódemistar séu heldur
íhaldssamir og jafnvel afturhaldssinnar en í augum Compagnons era þeir
ekki hefðarsinnar (jraditionalistes) eða háðir hefðimii, þvert á móti. Að hans
mati era þeir eins konar „ófúsir módemistar“ sem horfa aftur og hafna ekki
því sem er liðið/dáið - þeir fara fram á Cð en með bakið í ffamtíðma og
hafa ekki augun af fömum vegi, eins og Sartre sagði um Baudelaire.29 And-
módemismi veitir næfum módemisma táðnám og fer gegn blindri fram-
faratrú, og pósitívísma en þar með hafhar hann í raun módemismanum.
Compagnon heldur því þannig ffarn að andmódernismi sé nauðsynleg for-
senda módernisma, að án hans hefði módemisminn fljótlega steytt á skeri
- andmódernistar hafi í raun veitt módernistum frelsi. Því séu andmódem-
istar hinir sönnu módemistar (ffjálsir módemistar) sem ekki fengu glýju í
augun af „nútímanum“. Og takið eftir, segir Compagnon: Andmódern-
istarnir era ekki hvaða andstæðingar „nútímans“ sem er, heldur helsm
hugmyndaffæðingar hans, eins og t.d. Baudelaire.30
Megas sem andmódernisti
An þess að fara nákvæmlega í viðmiðin sex langar mig til gamans að máta
þau við meintan ómódernisma Megasar (með öllum fyrirvöruni um ein-
faldanir og alhæfingar). Gagn-byltingl Viðmiðið tengist söguleguin og
staðbundnum atburði (þótt áhrifa hans hafi gætt víða) og liggur þta ekki
í augum uppi hvernig hann snertir verk Megasar. Þótt þegar í upphafi sé
brugðið út af viðmiði, gæturn við kannski notast við maí ’68: Megas, sem
ómódernisti (og óformlegur anarkisti), lét ekki byltinguna glepja eða
gleypa sig (þótt hann hafi tekið þátt í marxískri barátm ffaman af) - hann
hefur í gegnum tíðina angrað vinstrisinna nánast jafnmikið og hægri-
sinna, en á ólíkum forsendum. And-npplýsing: Megasi hugnast ekki, ffek-
ar en andmódernismm, hvorki í söngvum sínum né prósaskitifrun, ídeal-
29 Jean-Paul Sartre, Baudelaire, þýð. Martin Turnell, New York: New Directions,
1967, bls. 165-167. Nútímafrumkvöðullinn og skáldið Charles Baudelaire ku hafa
séð nútímanum allt til foráttu, eins og fram kemur í sendibréfum hans til \ána sinna.
Sartre heldur því fram í (sál)greiningu sinni á skáldinu að það hafi fyrirlitið ffam-
fara-hugtakið (ff. Progres), og þjáðst vegna þess hversu vinsælt það var „vegna þess
að tíðarandinn kom í veg fýrir að hann velti sér upp úr fortíðinni og neyddi hann til
að horfa fram á veginn, til ffamtíðar“ (bls. 168). Hafa ber því í huga að afstaða Bau-
delaires til nútímans er tvíbent.
30 Compagnon, Les antimodemes, bls. 8.