Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 193
OTIMABÆRAR B OKMENNTIR
ismi og útópía sú sem upplýsingaröldin (og byltingin) bauð upp á. Erfða-
syndin: Breyskleiki mannsins er megin umfjöllunarefni í höfundarverki
Megasar og þar fá inni syndarar og öfuguggar af öllu tagi. Alsæla\ Sú upp-
hafiúng (sublimé) sem finna má hjá Megasi, einkum í prósanum, er oftar
en ekki upprunnin í hryllingi. Svartsýnv. Höfundarverki Megasar fylgir
viss tilvistarleg bölsýiú, sem á stundum er persónuleg.31 Formælingar.
Þótt hér sé átt við áleitinn stíl og stílbrögð, er bókstaflega hægt að kalla
ákveðna texta Megasar formælingar (t.d. Plaisir d’Amour #20).32 Oheftur
textinn, sem getur refhverfst þá og þegar og merkingin umturnast, er
fullur af þverstæðum og „ósvífni“. Þótt mátun þessi færi Megas í heldur
neikvæðan búning býr í verkum hans djúp bjartsýni sem á kannski rætur
sínar að rekja til hryllings eins og „alsælan“ hér að ofan. I skáldskap sín-
um, lífi og list hlýtur Megas að samsinna tilvistarumsögn Williams S.
Burroughs: „Survival, it’s the name of the game!“33
Hugmynd Jean-Frangois Lyotard um póstmódernisma sem eins kon-
ar for-módemisma, skilgreining Timothys Murphy á amódemisma og lýs-
ing Antoines Compagnon á andmóde?~nisma, verða að nægja í bili sem
stuðningur við hugtakið ómódemismi - sem þriðji liður við hliðina á
póst/módemismatvermdinni. Verður htið svo á að Megasi sé borgið og
hann teljist ekki lengur póst/módernisti, hafi hann nokkurn tímann ver-
ið það. Sama gildir um skáldföður hans, William S. Burroughs, og fleiri
andleg skyldmenrú.
Avant-garde, fram og aftar
Hugtakið avant-garde er ekki einhlítt og, eins og komið hefur fram, er
það notað bæði almennt (og þá ónákvæmt, um nýstárlega list eða jafnvel
ffæði) og sértækt (um tímabundin fyrirbæri eins og t.d. „sögulega fram-
úrstefnu“ eða nýrri hreyfingar sem þannig eru skilgreindar). Það er því
full ástæða að gaumgæfa notkun hugtaksins sem daðrar við klisjuna. Þar
að auki gefur upprunaleg og herffæðileg merking orðins ástæðu til að
31 Þetta er t.d. áberandi á geisladiskinum Svanasöngur á leiði, ný íslensk einsöngslög,
Reykjavík: Eyrað, 2000 - CD.
32 Brot úr „Plaisir d’Amour #20“ birtist í bæklingi með hljómorðadisknum Haugbrot:
Glefsur úr neo-reykvískum raunvemleika, bls. 11. Megas les upp textann á síðustu
hljóðrás hjómdisksins.
33 William S. Burroughs á hljómorðadiskinum Spare Ass Annie, New York: Island Red,
1993.
I9i