Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 194
GEIR SVANSSON
staldra við en merkmgaraukar þess eru helsti kar(l)lægir.34 Hvort sem um
er að ræða Æwraí-garie-hreyfingar frá fiTri hluta síðustu aldar (fútúristar,
súrreahstar) eða seinni hluta hennar (Beat-skáld, sitúasjónistar) verður
ekki hjá því litdð að kokhraustar og tdirmáta rómantískar yfirlýsingar
framúrstefnuhreyfinga eru oftar en ekki árásargjamar og markaðar Hæn-
hatri, enda vom hreyfingamar nær eingöngu mannaðar körlum (í það
minnsta hefur nær eingöngu nöfhum og verkum karla verið haldið á
loftd: Síðastliðin ár hafa konur verið leiddar fram úr skugganum, t.d. súr-
reahstinn Claude Cahun - dul(karl)nefhi Lucy Schwob - sem þrátt fyrir
virka þátttöku í sýmingum og starfsemi súrrealista, í nánu samstarfi tdð
André Breton, er fjarverandi í mörgum sögulegum yfirhtsrituin um súr-
realisma).35 Avant-garde er því eitt af þessum hugtökum sem skdlja þarf
með fyrirvömm, karmski ekki síst þegar það er notað nánast sem sam-
heiti fyrir módernisma.
Þótt ekkert af þessu hafi sennilega angrað Roland Barthes fimgsta and-
módemista Compagnons) leið honum ekki vel undir skilgreiningunni og
firrti sig öðram ÆUtf7zf-g/?rie-heimspekingum og -hugsuðum, einkmm
Lacan, Derrida, Foucault og Deleuze, sem hann hefur löngum verið
bendlaður við sem „póststrúktúralisti“ (sá fi,TSti, að margra mati).
Barthes var þar að auki beinlínis uppsigað við það sem þekkt var sem
hrein framúrstefha í hstum. Hann gagnrýndi t.d. harkalega leikrit
Samuels Beckett, Beðið eftir Godot (frumsýnt 1957), sömuleiðis módern-
íska ljóðið, komið í beinan karllegg frá Arthur Rimbaud. „Rökrétt fram-
hald af avant-gardef sagði Barthes, „er þögn, sjálfsmorð og dauði.“^6
34 Það vill svo skemmtílega tíl að Charles Baudelaire (1821-1867) var senmlega fyrst-
ur til að gagnrýna notkun hemaðarlegs hkingamáls í samhengi við skáldskap, þ.á m.
avant-garde, raunar töluvert áður en eiginleg framúrstefna kom til sögunnar. Hon-
um fannst þessi tenging ekki benda til skapandi, frjálsrar hugsunar heldur hugsunar
sem leitaði í aga og fylgispekt: „Les poétes de combat. Les littérateurs d’avant-gar-
de. Ces habitudes de métaphores militaires dénotent des esprits, non pas militants,
mais faites pour la discipline. C’est-á-dire pour la conformité [...]“ Sjá í William
Marx, „Introduction: Penser les arriére-gardes“ í Les aiTÍere-gardes au XXe siécle,
París: PUF 2004, bls. 10.
35 Sjá t.d. http://en.wikipedia.org/wiki/Claude_Cahun, skoðað 23. nóvember 2005. í
grundvallarriti Maurice Nadeau, Histoire du Surréalisme, París: Editions du Seuil,
1944), er Cahun aðeins getið á einum stað neðanmáls og þá sem „tánar súrrealism-
ans“; sjá í enskri útgáfu The History of Suirealism, Cambridge, Massachusetts: Har-
vard University Press, 1965, bls. 197.
36 Compagnon, Les antimodeines, bls. 425.
J92