Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Síða 197
ÓTÍMABÆRAR BÓKMENNTIR
ar um margt en samt er ýmislegt býsna líkt í stíl og uppbyggingu. Og all-
ar eru þær rannsókn á hinu illa: maðurinn er sekur borixm og vondur. I
þeim öllum gegnir náttúran sérstöku hlutverki (sem lögmál eyðilegging-
arinnar) eða þá konan í hennar stað og hún „hefur yhrburði verandi
óreiðan holdi klædd“.43 Allar eiga sögumar það sameiginlegt að þar gilda
engin lög, hvorki siðferðileg né formleg: Helgiathöfnin, ritúalið, er hins
vegar höfð í hávegum sem undanfari hryllings og illgjörðar - alsælunnar.
Sögumaður Söngua Maldorois gengur ekki í grafgötur um hlutverk sitt,
frekar en sögumaður Bjöms og Sveins:
Til em þeir sem skrifa til að ávinna sér velþóknun meðbræðra
sinna, með þeim göfugu eigindum hjarta síns sem þeir annað
hvort búa yhr eða ímynda sér. Eg nýti gáfu mína til þess að út-
mála dásemdir grimmdarinnar!44
Og vitundarhafi í Bimi og Sveini bætir um betur:
Oreiðan er nafnið - eðli lífsins einsog það hefur eðli og hneigð
til að hegða sér í samræmi við sjálft sig og með tilliti til áffam-
halds og endurnýjunar. Ekkert úr engu - heldur tætist í sund-
ur eyðist til að upp megi spretta án afláts. Grundvallarögmáfið
er eyðilegging í óreiðunnar hringdansi.
Og ég [konan] leik fýrir þeim dansi.45
Feðgarnir, Björn og Sveinn, era nokkurs konar lögmál hins vonda, sem
þó er háð æðra lögmáli óreiðunnar. Glæpir þeirra eru taumlausir og
miskunnarlausir. Nauðganir Sveins hafa á sér yfirbragð helgiathafha:
endurteknar lýsingar frá fleiri en einu sjónarhorni minna á andrúms-
loftið í Nöktum málsverði og 120 dögum Sódómu, þar sem ólýsanlegu of-
beldi er lýst, aftur og aftur. Lög og reglur samfélagsins em merkingar-
laus í augum þeirra feðga. Þeir era ofurseldir einu valdi og það er vald
43 Bjöm og Sveinn, bls. 379. Allar vanhelgu bækumar sem hér eru til umfjöliunar eru á
yfirborðinu markaðar ekki bara mannfyrirhtningu (misanthropy) heldur kvenfyrir-
htningu (misogyny). Þessi „fyrirlitning“, er nánast stíll, en það bíður frekari rann-
sóknar í sambandi við ómódemisma.
44 Les chants de Maldoror, Söngur 1, bls. 25: „II y en a qui écrivent pour rechercher les
applaudissements humains, au moyen de nobles qualités du cœur que l’imagination
invente ou qu’ils peuvent avoir. Moi, je fais servir mon génie á peindre les délices de
la craauté!“
45 Bjöm og Sveinn, bls. 378.
J95