Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 198
GEIR SVANSSON
óreiðnnnar. Þetta kemur glöggt fram hjá Fjallkonunni, staðgengh
Náttúrunnar (óreiðunnar) sem er í raun Steinunn, kona Björns og
móðir Sveins. Hún er ennfremur „arkitekt allra athafna þeirra feðga -
Ég á heiðurinn“. Náttúran/konan er sannlega lögmál eyðileggingar-
innar:
Ég er náttúran notarýru blýantsbítar upphafið leiðin markmið-
ið endirinn - óreiðan í öllum sínum brjálaða blómstrandi
skrúða - þessir mínu stykkjuðu og hengdu félagar makar þjón-
ar synir eru verkfæri mín. (bls. 380)
í samræmi við undirtitil sögunnar hljóta feðgarnir makleg málagjöld í
lokin en það er enginn annar en Steingestur úr óperunni Don Giovanni
eftir Mozart (óperan er yfirlýstur lykill að skáldsögunni) sem kemur að
heimta Björn „xúður til þess helvítis sem jesúbarnið gaf oss til gleði og
gagns að við mættum sem lengst njóta“ (bls. 321). Sagan af innkomu
Steingests (nokkurs konar „demon ex machina“) og þtú þegar Bjöm
steypist niður til vítis er reyndar ferföld; sögð fjórmn sinnum frá nús-
munandi sjónarhornum. Hér eins og oftar í sögunni beygir frásögiún sig
undir lögmál hinnar eilífu endurkomu í guðlausri veröld.
En endalok Bjöms, og Sveins, em ekki í búningi líkmgar/myndhverf-
ingar: Samfélagið (sem ekki er til í augum manna eins og feðganna) tekur
til sinna ráða. Það fer fram opinber aftaka þar sem feðgamir em stykkjað-
ir, húðflettir og beinbrotnir að góðum núðaldasið. „Réttlætinu“ er þannig
fullnægt á hroðalegasta hátt í opinberri aftöku, lýðnum til skemmtunar. En
formleg og fyrirskipuð aftaka afmennskar lýðinn og hefnd samfélagsins
verður fr’rirlitleg í alla staði. Þetta rímar reyndar við afstöðu Sade mark-
greifa en þótt hann gæti látrið sögupersónur sínar m}-rða fórnarlömb á
hroðalegasta hátt, fannst honum stofhanavædd aftaka viðurstyggð: óreið-
an varð að vera fölskvalaus, algerlega tdlgangslaus. Dómstólar vísa til al-
gildra laga og siðferðis og byggja því á lygi, að mati Sade.46
(Ó)tímabæn bókmenntagildi
Hér er ef til vill tímabært (þótt ótímabært sé um alla eilífð) að spjnja
tveggja samhangandi spurninga: Em öll ómódernísk skáldverk sadísk,
46 Sjá umfjöllun Simone de Beauvoir í „Faut-il bruler Sade?“ í Faut-il brúler Sade (A að
brenna Sade?), París: Editions Gallimard, 1955, bls. 79.
196