Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 199
OTIMABÆRAR B OKMENNTIR
skatólógísk og í þeim skilningi „vanhelgar bækur“? Og ef svo er, eiga þær
þá erindi við sómakæra lesendur og hafa þær (bókmenntalegt) gildi?
Svarið við fyrri spurningunni þarf um sinn að vera opið. Tilgangur
þessarar greinar er að staðsetja verk Megasar en alhæfingar um og af-
mörkun ómódernisma verða að bíða betri tíma. Vissulega ætti að vera
hægt að tala um ómóderníska þætti í verkum. Það mætti til dæmis velta
fyrir sér tengslum módernisma og framúrstefnu í þessu samhengi. Er
rétt að leggja þessi hugtök að jöfnu, a<$ framúrstefna sé eins konar fram-
sækinn, róttækur módernismi? Hvað varðar sögulega framúrstefnu,
fátúrisma, dada, súrrealisma (þótt hæpið sé að setja þessar hreyfingar
undir sama hatt, a.m.k. ein þeirra er fasísk en önnur andfasísk), legg ég
til að ómódernískir þættdr, eins og tilviljun, draumar, ósjálfræði og hið
líkamlega, geri það að verkum að framúrstefha, sérstaklega dada og súr-
realismi, sé ekki öldungis módernískt fyrirbæri. Það er engin tilviljun að
súrrealistar skuli hafa leitað í smiðju Lautréamonts, Appolinaires og
Jarrys.
Sum heimspeki sem kölluð hefur verið avant-garde gæti sömuleiðis
talist ómódemísk. Ymsir hafa bent á að skáldfræðikenningar Williams S.
Burroughs líkist eða eigi skyldleika með póststrúktúralískum kenning-
um, séu jafnvel eins konar skáldleg útgáfa af afbyggingu Jacques Derrida
á vestrænni frumspeki. Burroughs lagði fram sína afbyggingu a.m.k. ára-
tug áður en Derrida gaf út sína fyrstu bók. Hér gefst ekki tími til að gera
nánar grein fyrir þessu en ef til vill er við hæfi að kalla fram frönsku höf-
undana Gilles Deleuze og Felix Guattari: Til þeirra og frá þeim liggja
ræthngar, rótarflækjur eða rísóm fram og til baka. Textinn „Rísóm“ er
eiginlega ein allsherjar stefnuyfirlýsing D&G og formáh að höfuðriti
þeirra Mille Plateaux (Þúsund flekar). I grasafræðinni er rísóm jarðstöng-
ull eða rótarflækja en rísómið hjá D&G hefur það hlutverk að grafa und-
an tvenndarhyggju og línulegri hugsun. I rísóm-yfirlýsingunni er boðið
upp á urmul af nýyrðum og nýjum (skammlífum) hugtökum sem ætlað
er að koma hreyfingu á hugsunina og brjóta upp rökhyggju: Flóttalínur,
kortagerð, kleyfgreining o.fl. Eftirfarandi brot úr „stefhuyfirlýsingu“
D&G verður að nægja um sinn:
Myndið rísóm og ekki rætur, gróðursetjið aldrei! Sáið ekki!
Ræktið sprota! Verið hvorki einn né margir, verið mergðir!
Myndið línuna og aldrei punktinn! [...] Verið snör, jafnvel í
197