Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Síða 200
GEIR SVANSSON
kyrrstöðu! Vekið ekki upp í ykkur hershöfðingjann! [Hér er átt
við Freud]. [...] Eigið ykkur skarmrdífar hugmyndir.4
Til að svara seiruii spumingunni, um gildi vanhelgra bóka, er hægt að
vísa á „svar“ Simone de Beauvoir við spumingunni „Faut-il braler
Sade?“ (A að brenna Sade?) í samnefndri grein. Hún bendir, eins og fleiri
hafa gert, á ótvírætt gildi Sade fyrir bókmenntdr og menningu. Höfund-
arverk Sade er ein aflsherjar stúdía á þrám, sadískri naum, grimmd og
„afbrigðilegri“ hegðun. En skrif hans vora jafnframt siðferðileg könnun
þar sem á tókust lestir og dyggðir, hið góða og hið illa. Þótt Sade mis-
takist ætlunarverk sitt og lánist ekki að leggja fram heildstæða heimspeki,
sem fælist í algerri einstaklingshyggju, er skráning hans á „innræti“
mannsins einstök og óviðjafnanleg.
Georges Bataille hefur manna mest fjallað um vanhelgar bækur: Hið
illa er kjarninn í bókmennmm, segir hann, og hefur grundvallargildi fyr-
ir okkur. Hugtakið kemur ekki í veg fyrir siðferði, heldur hann áfram,
heldur kallar á ofur-siðferði.48 Bókmenntir eru tjáskipti, segir Bataille, og:
Tjáskipti krefjast hollustu. Strangt siðferði á rætur að rekja til
sameiginlegrar þekkingar á hinu Illa, sem er grunnurinn fyrir
áköf tjáskipti. [...] Bókmenntdr eru ekki saklausar. Þær eru sek-
ar og ætm að gangast við því.49
Siðrænt. gildi vanhelgi'a bóka?
Framlag Sade var í upphafi fordæmt en síðan þaggað í heila öld, þar til
verk hans voru gefin út á nýjan leik og endurmetdn upp úr miðri síðustu
öld, ekki bara af Simone de Beauvoir, heldur einnig fræðimönnum eins
og Pierre Klossowski, Maurice Blanchot, Georges Bataille og fleirum.
Sade tilheyrir nú kanónu franskra bókmennta, þótt hann sé þar ef tdl vill
í sérdeild. Hann var alls ekki frumlegur í textagerð en innihaldið var ein-
stakt. Beauvoir bentd á siðferðilegu hflðina á Sade. Harm hafi vissulega
gefið lítdð fyrir „algildan“ sarmleik (og guð) og dásamað grimmd náttúr-
47 Heimspeki verðandinnar: Rísóm, sijjar og innr&tt siðferði, ritstj. Geir Svansson,
Reykjavík: Atvik-ReykjavíkurAkademían, 2003, bls. 57.
48 Georges Bataille, Literature and Evil, þýð. Alastair Hamilton, New York: Marion
Boyars Publishers, 1985, bls. ix. La littérature et le Mal, París: Ed. Gallimard, 1957.
49 Sama rit, bls. ix-x.