Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 201
OTIMABÆRAR BOKMENNTIR
unnar. Þrátt fyrir það hafi hann, með því að sýna grimmdina og hrylling-
inn, „upphafiiingu sadistans“ og allan þann mannlega afbrigðileika sem
hægt er að hugsa sér (og það gerði hann á undan Krafft-Ebing og Sig-
mund Freud), varpað £ram siðferðilegum spurningum. En heimur Sade
er afstæður og hann hafnar öllu algildi. Ekki er þó hægt að skýra Sade og
heimspeki hans á einfaldan hátt: til þess er hann of mótsagnakenndur.
Sjálfsagt er að taka Sade hæfilega alvarlega þegar hann setur sig í sið-
ferðilegar stelfingar og bendir á göfug markmið sín:
Að leiðbeina manninum og leiðrétta siðferði hans: slíkt er okk-
ar eina markmið í þessari sögu. Megi lesandinn með lestrinum
upplýsast um þær hættur sem sífellt bíta í hæla þess sem svífst
einskis til að fullnægja þrám sínum!50
Umhyggja fyrir lesandanum og „heilræði" til hans er nánast einkenni á
vanhelgum bókum: Lautréamont beinir orðum sínum beint til lesenda í
upphafi Söngva Maldorors sem eru eins og hinar vanhelgu bækumar, eft-
ir Sade, Burroughs og Megas, árás á mennskuna, guð og góða menn.51
Fyrirbærið Maldoror er, eins og Bjöm og Sveinn, lögmál hins illa og
lýsingarnar em ekki síður ofbeldisfullar en hjá Sade og hinum. I
Söngvunum era sadískar senur og öll hugsanleg tabú tekin fyrir, m.a.
pederastía og skepnuskapur (e. bestialiíy). Myndbreytingar era áberandi
og Maldoror umbreytist í ýmis dýr og skepnur. Textinn er uppfullur af
vísunum og reyndar ritstuldi en það samræmist anda bókarinnar þar sem
engar reglur era virtar. Allt þetta gerði að verkum að Söngvar Maldorors
urðu síðar höfuðrit hinnar súrrealísku kanónu á þriðja og fjórða áratug
tuttugustu aldar.
Burroughs lætur ekld sitt eftir hggja og ávarpar lesandann í frómum og
uppbyggilegum tilgangi:
Lesandi kær, við sjáum Guð í gegnum rassgatið á okkur í sam-
farablossa. I gegnum þessi Kkamsop skaltu umbreyta líkama
50 Upphafsorð í formála Sade að Eugénie de Franval í Marquis de Sade: tbe complete Just-
ine, Pbilosophy in the Bedroom and other writings, Richart Seaver og Austryn Wainhou-
se þýddu, New York: Grove Press, 1966.
51 Frægasta ávarp í þessum dúr er sennilega ávarp Baudelaires í Lesfleurs du mal (Blóm
hins illa), sem gæti hæglega tahst ómódemískt verk, en hann endar aðfaraorð sín að
bókinni, í ljóðinu ,Au lecteur“ (Til lesandans), svo: Hypocrite lecteur, - mon
semblable, - mon ffére!“ (Hræsnisfulh lesandi - jafningi minn - bróðir minn!)
199