Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Síða 202
GEIR SVANSSON
þínum, leiðin út er leiðin inn. [...] Með reidda kjötöxi hrekur
Höfundurinn kæran lesanda af hinum Gullna meðalvegi inn í
Speglasalinn, krógar hann af stegldan á kristalssköndla. [...]
Orðið, lesandi kær, mun flá þig inn að skröltandi beinum og
höfundurinn tekur stripptís með innyflum sínum. Verði svo.
Allar gáttir galopnar. Mælt er með Orðinu fyrir börn og
klaustur-gengnar kuntur þurfa sérstaklega að fræðast um það
sem allir götupiltar vita: „Sá sem rimmar Abbadís að klaustri er
metnaðarsjúk rassasleikja og Guð mun verðlauna hann mak-
lega í beinni þegar spurning 666 er borin upp.“52
Megas hefur reyndar haft svipaða þjónustu með höndum á íslandi: Hann
hefur ófá heilræði (í söngvum) fram að færa og segir það sem ekki má
segja, því að „til þess eru vítin að vita um þau til þess að geta varast
þau“.53 I Biiiii og Sveini talar sögumaður beint til lesanda og leiðir hann
um söguna.
Annar prósi Megasar ber svipuð einkenni og skáldsagan. Smásögurn-
ar tuttugu í Plaisir d’GmoMr-flokknum eru ef til vill mildari í lýsingum en
bera samt ómódernísk, synkrónísk einkenni. I þeim vinnur Megas með
reyfara- eða „klámritaformið“, enda var Plaisir cPAi?iour #4 birt í „klám-
ritinu“ Gamla Nóa. „Einsog kirkja“ er ein örfárra smásagna Megasar sem
hefur birst á prenti.54 Sagan er súrrealísk og í hæsta máta satírísk, eins og
prósaskrif hans eru gjarnan. Um er að ræða meinfyndna háðsádeilu á ís-
lenskt borgarasamfélag og gildi þess. Þráðurinn sem frásögnin hengir sig
á er för Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíginn og á haf út. Sem jafn-
an er tungumálið í aðalhlutverki. Málsniðin eru mörg og sótt í Islend-
ingasögur, þjóðsögurnar, fagurbókmenntir, dagblöð, dægurlög, götumál,
skýrslur, skriffinnsku, reyfara og daglegt slúður. Hallgrímskirkja, helg-
52 Naked Lunch, London: Grafton Books, 1986/1959, bls. 180.
53 „Við sem heima sitjum #45“ (A bleikum náttkjólum, 1977). Megas hefur reyndar
samið þrjá söngva sem heita eftir efninu: „Heilræðavísur“ (Megas, 1972), „Heilræða-
vísur 2“ (Textar, 1991, bls. 192) og „Heilræðavísur þriðja og síðasta sinni“ (Textar,
1991, bls. 209), „Heilnæm eftirdæmi" (A bleikum nóttkjólum, 1977) og „Svo skal böl
bæta“ (Ikarus: Rás 5-20, 1983) falla einnig í þennan flokk.
54 „Eins og kirkja“ birtist í fyrsta og eina tölublaði tímaritsins Núkynslóð ’68 (árið
1968). Fyrir utan þessa sögu og texta sem birtist í skólablaði MR kringum 1964 hafa
einungis fjórar sögur verið birtar. Sjá nánari upplýsingar í Geir Svansson, ,AIegas
óbundinn" í Megas, Reykjavík: Mál og menning, 2001.
200