Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 203
ÓTÍMABÆRAR BÓKMENNTIR
asta tákn reykvískrar borgaramennsku, ryðst í gegnum miðbæinn, keyr-
andi allt um koll:
Þar sem áður reis Morgunblaðshöllin er nú einungis djúp slóð
kirkjunnar girt háum hraukum af veggjabrotum & ruðningi.
[...] Það var morgunn þegar Hallgrímskirkja gekk í sjó fram.
Hún hafði farið eyðandi & engu þyrmandi gegnum hálfa
Reykjavík & ófá voru tárin ófá ekkasogin ófá sársaukaveinin
ófáir harmaslagimir ófáir horfnir hlutirnir sem báru ferð henn-
ar vitni.
Inn í textann er svo skotið ýmsu „óskyldu“, t.d. upptalningu á sfldarrétt-
um. A stundum brotnar textinn að atfld niður og verður shtrur einar.
Mégas skrifar söguna á sínum forsendum og ekkert er gert til að létta les-
andanum lesturinn: honum er gert að skynja frekar en að skilja textann.
Orðfærið og orðflæðið er blandað, í senn háfleygt og lágkúrulegt, klass-
ískt og nýstárlegt. Með ofhlæði og róttækri blöndun orðalags og stfls,
bins háleita og lágkúrunnar, háhstar og popps, hlýtur Megas að teljast
óvinur þeirrar módermsku fagurfræði í bókmenntum sem byggir á fágun
og naumhyggju.
Ómódemískur prósi Megasar hefur ekki enn fundið sinn lesendahóp:
einungis örfáar smásögur hans hafa birst og skáldsagan Bjöm og Sveinn er
nú ófáanleg, enda prentuð í htlu upplagi. Skáldsögunni var þar að auki
hafnað, af bókmermtastofiauninni, gagnrýnendum og lesendum. Þannig
hafa að sönnu fáir „stafað bókina á enda“ eins og Alegas kemst að orði í
tilvitnun sem fer á undan þessari grein. Textinn er ekki síður mikilvægur
fýrir það: Rétt eins og söngvar og ljóð Megasar, hefur Björn og Sveinn,
þessi „frumtexti“ íslenskra bókmennta, þrátt fýrir allt verulegt
(bók)menningarlegt gildi. Og líkt og annar skáldskapur Megasar er þessi
vanhelga bók jafh ótímabær og hún er ómódemísk, í þeirri merkingu að
texti hennar er tímalaus, fordómalaus. Megas býr í textaheimi sem er í
senn hér og nú, þá og þegar.
201