Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 215
ENDUROMUR URELTRA VIÐHORFA?
hefðarbrjótar gangi svo langt að vilja ekki „aðlaga fræði sín íslenskum að-
stæðum“.
Eg vil mótmæla þessu. Ég fyrir mitt leyti hef lengi unnið við það að
laga erlend fræði og ýmislegt fleira að íslenskum aðstæðum og einnig
stundað þau fræði sem snúast um aðlögun á milli menningarheima,
þýðingafræði. Munurinn á þeim og áherslum íslenskrar málsteíhu eins
og ég hef skilið hana felst í því að í þýðingafræðum er fremur htið tál
menningartilfærslu á orðræðu og textaheildum, en ekki eingöngu
þýðingu einstakra orða og hugtaka, þótt auðvitað sé það einnig veiga-
mikill þáttur.
Eins og ég benti á í fyrmefndri grein minni hefur áherslan hér á landi
undanfama áratugi einkum fahst í tvennu: a) að hafna tökuorðum og
skapa nýyrði eða tökuþýðingar úr svokölluðum „grunnorðaforða“ ís-
lenskunnar (sem er reyndar ekkert „hreinn“ af tökuorðum) og b) að við-
halda þannig einhvers konar „gagnsæi" merkingar við þýðingu erlendra
orða og nýrra hugtaka.7 Þetta er vissulega gott og blessað og hefur oft
tekist ágætlega til eins og mörg dæmi em um, en það era einnig tdl mörg
dæmi um afkáralegar og mislukkaðar lausnir sem stundum bíta í skottið
á sér og verður þess þá oft vart að fólk notar tökuorð í talmáh þótt það
noti kannski nýyrðin í rituðu máli og benti ég einmitt á þann vanda sem
veldur því að munur á rit- og talmáli verður enn meiri en ella.8
2. Tölvutungcin
Þessar áherslur endurspeglast kannski best í því tungumáli, ef svo má að
orði komast, sem hvað mest hefur mtt sér til níms hér á landi undanfarna
tvo til þrjá áratugi, en það er tölvumálið. Hér eins og víða annars staðar
á nýliðunarsvæðum íslenskunnar hefur mikið starf verið unnið í þýðing-
um orða og hugtaka eftir ofangreindum grundvallarreglum og er ekkert
nema gott um það að segja. Tölvuorðasafn Islenskrar málnefhdar er nú í
fjórðu útgáfu og er vafalaust meðal stærstu safna hennar og vex það vís-
ast enn á vef Islenskrar málstöðvar. En það má einnig greina mikla
spennu á þessu sviði tungumálsins og hefur verið svo um nokkra hríð ef
Yngva Egilsson, Arfnr og umbylting. Rannsókn í íslenskri rómantík, Reykjavik: Hið ís-
lenska bókmenntafélag og Reykjavfkurakademían, 1999, bls. 70-73 & 342-346.
Málstefna - Language Planning, bls. 47^-8.
8 Sama rit, bls. 48.
2I3