Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 218
GAUTIKRISTMANNSSON
Þýðir eitthvað að \dstþýða segðir úr inningarsafninu?
Hvað í ósköpunum er verið að tala um í þessari sögu?11
Fyrir neðan birtist síðan orðalisti þar sem íslensku heitin eni skýrð með
ensku hugtökunum og þá íýrst verður mörgum ljóst mn hvað er að ræða!
Það er reyndar lítdll vandi að snúa þessari sögu \dð með því að þýða hana
á „æslensku“ og hti upphaf hennar þá kannski svona út:
Starkaður meikaðekki lengur að horfá öppdeitað data skrolla
dán á skjánum svo hann ýtti á nótæm á skrolllokkkíinn og link-
aði af sisk vindóinu \Ær á risktölvuna. Böndlaða sofhærið hik-
aði móment og startaði sér svo og bað um vojssignatúr júsers-
ins. Starkaður hakkaði sig gegnum þennan vegg, engiim
meikaði það eins vel og hann í dænamísku pikki og lógísku sjifri
í hakkinu. Ætli internetakksessprovæderimr sé opimi núna efrir
feital errorinn the other day?12
Eins og sagan er þessi þýðing tilbúningur en það er alveg spuming hvorn
textann menn væru fljótari að skilja. Vísast er talmál „tölvufólks“ í dag
einhvers staðar þarna á milh þótt flestir fari svo í Tölvuorðasafnið þegar
þeir þurfa að skrifa opinberan texta um slík viðfangsefni.
Sagan um Starkað væri þó kannski ekki ýkja merkileg ef hún hefði ekki
átt sér framhald á síðum 'Immbetms (og reyndar eiimig í netheimum);
höfundurinn, Þór Hauksson, „kom út úr skápnum“ nokkrum mánuðum
síðar og birti ffamhald sögunnar í sama dúr í marshefri ársins 1999.13 Það
eitt væri kannski heldur ekki í frásögur færandi, að menn langaði að fá
fyndinn brandara endurtekinn með dálítið öðrurn hætti, en Þór hefur þó
allan vara á með því að skrifa aðra grein í sama blað, heila opnugrein, sein
hann nefnir „Til varnar (tölvu)tungunni“.14
Grein þessi er tvístígandi í meira lagi og tilefnið er „undirritun
þýðingasamnings við Microsoft“ eins og hann orðar það.13 Hann beitir
einnig viðurkenningu í upphafi eins og oft er gert og bendir á að þessu
hafi verið fagnað víða sem mikilsverðum áfanga, sem það hlýtur að hafa
11 Sama rit, bls 14.
12 „Þýðing“ mín.
13 Tölvuheimur, 2/99, nr. 34, bls. 8.
14 Sama rit, bls. 54—55.
15 Sama rit, bls. 53. Sjá einnig grein Björns Bjarnasonar, „Inn í heim Microsoft", http:
//www.bjorn.is/greinar/2002/ll/28/nr/879 (sótt. 20. júní, 2006).
216