Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 219
ENDURÓMUR ÚRELTRA VIÐHORFA?
talist, a.m.k. hugmyndafræðilega.16 En Þór segir svo að „sumir tölvu-
menn [séu] þó hugsi yfir þessum þnrirgangi öllum“ og spyr síðan: „hvaða
áhrif mun þetta hafa á þróun tölvumála hér á landi?“] Svar hans sjálfs er
fróðlegt, ekki síst íyrir þá þversagnarkenndu spennu sem í því birtist.
Hann tekur íyrst tvö dæmi um öfgar í nýliðun mála, annars vegar af It-
ala nokkrum sem útskýrði fyrir honum að málið væri einfalt fýrir þá, þeir
taki enska orðið einfaldlega upp með ítölskum framburði.18 Þór viður-
kennir í framhaldinu að líklega sé þetta ekki lausnin fýrir Islendinga og
fulhnðir að það ,,[a]ð standa vörð um íslenskuna [sé] að standa vörð um
allt það sem íslenskt er“19 og má til sanns vegar færa að tungumálið hafi
einmitt þennan sess í íslenskri þjóðernishugsun og þess vegna séu aðferð-
ir svo ólíkar hér á landi því sem gerist víða annars staðar. Það er því
kannski rökrétt að Þór skuli síðan vísa til Þórbergs Þórðarsonar og um-
fjöllunar hans um nokkur orð í Steinarnir tala og þær myndir sem þau
kveiktu í huga hans, þótt vissulega segi Þórbergur einnig þar að ,,[m]ynd-
ir fýlgdu líka sumum útlendum orðum, sem ég lærði, en það var sjaldgæf-
ara en fýlgi þeirra við íslenzk orð“.20 Þór spyr nefnilega í framhaldinu
hvernig „viðbrögð hans yrðu við öllum þessum sérkennilegu nýyrðum
tölvumálsins. Hvaða myndir ætli Þórbergur sæi fyrir sér ef hann heyrði
orð á borð við „þrígisti“ eða „tengingarhyggjulíkan“?“21 Það mætti
kannski alveg eins spyrja hver viðbrögð Þórbergs hefðu orðið við orðinu
„tölva“, án skýringa, sem oft er tilgreint sem eitt best heppnaða nýyrðið
á íslenskri „tölvutungu“.
Þór hafnar þó ekki nýyrðastefnunni með öllu enda hefur hann einung-
is tilgreint það sem hann telur helstu öfgar í báðar áttir, hreina tökuorða-
16 Það má kannski líta svo á að í raun séu það einkum tveir aðilar sem „kanóníseri“
minni tungumál nú á dögum, Microsoft og ESB. Þau mál sem ekki „fá inni“ á
þessum vígstöðvum, og geta ekki í krafti stærðar sinnar innbyrt mest af þeirri orð-
ræðu sem einkennir samtímann, eiga á hættu að skreppa saman á umdæmasviðinu
svo að helst má líkja við mállýskur sem notaðar eru á tilteknum félagslegum svið-
um.
17 Tölvuheirmtr, 2/99, nr. 34, bls. 54.
18 Sama rit, bls. 54. I þessu samhengi má reyndar benda á að margir orðhlutar hinna
„ensku“ tökuorða í ítölsku eru að uppruna úr latínu.
19 Sama rit, bls. 54.
20 Þórbergur Þórðarson, I Suðursveit, Reykjavík: Mál og menning, 1975, bls. 94.
Kannski er hér komin undirstaða „gagnsæiskröfúnnar“? Svo má ekki gleyma að Þór-
bergur var afar hlynntur einu alheimsmáh, esperantó.
21 Tölvuheimur, 2/99, nr. 34, bls. 54.
2I7