Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 220
GAUTI KRISTMANNSSON
stefnu og afkáraleg afkvæmi málhreinsunar. Hann kemur síðan með simi
gullna meðalveg:
Þegar búið er að snúa iramandlegu orðunum á enn framand-
legri íslensku og láta þau velkjast þar nokkurn tíma er loks
óhætt að læða þeim inn í setningar. Aldrei þó fleirum en einu í
senn, svo merkinguna megi þó altént ráða af samhenginu.
Þannig er tölvutungan hreinsuð orð fyrir orð þar til efrir stend-
ur hreinn og tær séríslenskur texti [...].22
Hér má spyrja sig hvers vegna framandleg orð }dir ný fyrirbæri séu enn
framandlegri á íslensku, en í raun má sjá í þessum orðum framk\?æmd ís-
lenskrar málstefnu í hnotskurn, a.m.k. í megindlegum skilningi; til að
bregðast við gríðarlegum innflumingi erlendrar þekkingar er tekið til við
að setja saman orðalista í þeirri von að þau íslensku, hreinu og gagnsæju
orð sem til verða komist í almenna notkun. Það er þó örðugt að skilja af
þessu hvað verður þá um erlendu orðin sem ætla megi að séu á fleti fyr-
ir ef framkvæma á slíka púsluspilshreinsun á íslensku máli.
Þetta er nokkuð þversagnakennt þegar litið er til þeirrar satírísku
gagnrýni sem felst í sögumii af Starkaði, því að hann er auðvitað afkvæmi
þessarar aðferðar.23 Skýringin á þessu felst kannski í því að Þór er í raun
að hafna þýðingum á stærri einingum eins og stýrikerfinu Wrindows
vegna þess að hann efast um að hægt sé að nota kerfin á slíku máli þar
sem þekking hans og annarra „kraftnotenda“,24 eins og hann orðar það,
byggist á enskri útgáfu þess og það er greinilega of mikið fyrir því haft
að læra að nota íslensku orðin í því umhverfi eftir að hin ensku eru orð-
in notendum töm. Hann dregur þó aðeins í land og segir að „málvinir úr
öllum notendahópum fagni íslensku útgáfunni" á Windows og bendir
einnig á „blessuð börnin".25 Niðurstaða hans er því sú að ekki þtufi að
gera mikið meira en gert er og að íslenskan muni lifa „hvort sem hug-
búnaður verður þýddur eða ekki. Fremur [sé] þetta spurning um það
22 Tölvuheimur, 2/99, nr. 34, bls. 54.
23 Reyndar má finna aðila sem hafa svona grín að fallri alvöru ef txúa má vefsetrum
þeirra sem virðast annaðhvort vera nánast trúarlega sinnaðir í þessum efnum eða
stefha að hámarki íróníunnar. Sjá http://www.hafronska.org og http://users.telenet.
be/Hafronska/fjallbam.
24 Sama rit, bls. 55. Þýðing hans á superusei; en Tölvuorðasafnið stingur upp á „ofur-
paur“ sem honum líkar greinilega ekki.
Sama rit, bls. 55.
25