Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 221
ENDUROMUR URELTRA VTÐHORFA?
hvort við viljum að íslenskan verði lifandi tungumál í tölvum og hvort
komandi kynslóðir íslenskra tölvunotenda alist upp í íslensku tölvuum-
hverfi.“26
Þessi algjöra þversögn sýnir kannski best að menn átta sig ekki á mik-
ilvægi þess að orðræðan verði til á sem flestum sviðum og það sem fyrst
eftir að ný tækni ryður sér tdl rúms. Til þess að svo geti orðið þarf að
skapa heildræna texta og þýða hina erlendu orðræðu á íslensku með þeim
aðferðum og tækjum sem til eru. Eg tel að þann lærdóm megi draga af
þessari umræðu að Tölvuorðasafnið sýni í reynd takmörk hinnar íslensku
málsteínu eins og hún hefur verið rekin, bæði í eigindlegu og megind-
legu tilliti. Þannig sýnir þessi umræða hvernig átök verða á milli hrein-
ræktaðrar nýyrðastefiiu og myndunar orðræðu á hraðvaxandi fagsviði.
Nýyrðasteína sem einblínir á einstök orð og hugtök á kostnað texta-
heilda rekur sig á og þvælist þannig fýrir myndun orðræðunnar á tilteknu
sviði og getur jafnvel „hrakið“ þá fagmenn sem að henni standa til að
nota ffemur erlend mál eða a.m.k. hreinar slettur í talmáli, jafnvel þótt
einhverjir úr þeirra hópi hafi sett saman snjöll nýyrði.
3. Hreinleikinn og hugmyndafræðin
Draumur Þórs um „tærfanj og séríslensk[an] text[a]“ er vitaskuld í sam-
ræmi við markmið íslenskrar málstefnu, en eins og Hallfríður Þórarins-
dóttir hefur m.a. bent á er þessi hugmynd um hreinleika félagslegt
stjórnunartæki og í reynd útilokandi fýrir þá sem ekki tala hreina og tæra
íslensku.2, Kristján Arnason segir til dæmis fullum fetum í fýrrnefhdri
grein sinni: „Setja hefur mátt jafnaðarmerki milli þess að nota íslensku
og að vera Islendingur.“28 Þetta má kannski til sanns vegar færa í sögu-
legu tilliti, en samtíminn er annar. Innflytjendum og börnum sem eiga
sér eitt erlent foreldri hefur fjölgað gríðarlega á undanförnum árum og
sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Kristján nefnir það aðeins í sænsku
samhengi í framhaldinu, en í hinu íslenska nefnir hann aðeins stöðu-
vandamál vegna ásóknar ensltunnar, óháð innflytjendum.
26 Sama rit, bls. 55.
27 Sjá grein hennar „Trúin á hreinleikann og fjölmenningarlegt lýðræði“ í Lesbók
Morgunblaðsins. 28. apríl, 2001 og erindi flutt í fýrirlestraröð Sagnfræðingafélags Is-
lands, ,ÚVIál valdsins, vald málsins“ birt á Kistunni http://www.kistan.is/efrii.asp?n=
3664&f=3&u=28 (sótt 20. júm, 2006).
28 Ritið 2/2005, bls. 103.
219