Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Síða 223
ENDURÓMUR ÚRELTRA VTÐHORFA?
staða þess sem komið hefur ffam á undan þar sem hún reyndi að sýna,
m.a. með tölfræðilegum rökum, að „málumhverfi“ íslenslomnar væri
breytt.
Skýringuna er að finna í greinarmun sem hún gerir á rit- og talmáli:
„Það sem er meira um vert er að sýna umburðarlyndi gagnvart talaðri ís-
lensku sem víkur á einhvern hátt frá staðlinum, frá því venjubundna.“3:>
Samkvæmt þessu er þá í lagi að útlendingar tah „bjagaða“ íslensku, en
ritmálið er áfram heilagt og þar með málstaðallinn og nýyrðastarfsemin.
Þessi rök eru afar hæpin ef markmiðið er að gefa innflytjendum færi á að
hafa „tvíþætta sjálfsmynd“ eins og Þóra Björk skilgreinir hana. Annars
vegar verður það til þess að gjáin milli rit- og talmáls hlýtur að stækka og
hins vegar útilokar þetta ekkert síður, ef ekki frekar, þá innflytjendur sem
vilja laga sig að og taka þátt í íslensku samfélagi, því að ritmálið er ekk-
ert síður grundvöllur þátttöku í samfélagi en talmáfið, ekki síst í atvinnu-
lífinu. Nema að innflytjendur geri þá kröfu að enska sé notuð svo allir
séu á „jafhréttisgrundvelh“.36
Þóra Björk virðist því, líkt og Kristján, hafa séð að það eru nýir og
breyttir tímar, en hún vill aðeins ganga hálfa leið til að takast á við þá.
Kristján virðist hins vegar kjósa óbreytt ástand og rökstyður það með því
að spyrja spumingar sem vísar til lýðræðishefðarinnar: „Spuming er að hve
miklu leyti íslenskur almenningur tekur undir þessar nýju hugmyndir
menntamanna. Hefur orðið breyting á íslensku „málræktarloftslagi“?“3,
A bak við spurninguna liggur nýleg norræn rannsókn um erlend mál-
áhrif. Kristján rekur helstu niðurstöður skoðanakönnunar, sem er hluti
þessarar rannsóknar, og er hún afar athygfisverð og vel unnin í alla staði.
Hann bendir t.d. á að í umræddri skoðanakönntm hafnar stór meirihluti
aðspurðra ensku sem vinnumáli á vinnustöðum, stór meirihluti hafnar
aðkomuorðum, eins og þau heita, fyrir nýyrði og hann notar þessar nið-
urstöður tdl að hnykkja á gagnrýni sinni á þá menntamenn sem hann seg-
ir beinlínis andmæla hefðbundnum gildum í málrækt.38 Þeim (eða okkur
35 Sama rit, bls. 120.
36 Þetta þekkist nú þegar í fyrirtækjum á borð við Ossur hf. þar sem margir útlending-
ar starfa, en þar er enska „fyrirtækismál“, m.a. með þeim rökum að það sé nauðsyn-
legt vegna þeirra útlendinga sem þar starfa. Við þekkjum öll hve hikandi við erum
að láta frá okkur ritað erlent mál vegna þess að við vitum að jafnvel gríðarleg kunn-
átta í því jafnast ekki á við móðurmálskunnáttu sem studd er af góðri menntun.
3' Ritið 2/2005, bls. 105. Menntamennimir erum við þrjú áðumefnd.
38 Sama rit, bls. 129.
221