Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 225
ENDUROMUR URELTRA VIÐHORFA?
við hvað nýyrði era talin leika stórt hlutverk í málvemd. Við-
mælendumir nefna ákveðna kosti við hana sem ekki fást með
nýyrðaleiðinni, eins og t.d. að tengshn við frammálið, oftast
ensku, haldast sem geri okkur auðveldara íyrir að hafa sam-
skipti við útlendinga, á ensku. Kannski er þetta þó ekki neitt
annað en staðfesting á því að aðlöguð orð, þ.e. tökuorð, era
hluti af viðurkenndum íslenskum orðaforða og að svör viðmæl-
endanna endurspegli þá staðreynd.43
Auðvitað verður að hafa alla fyrirvara á slíkum könnunum eins og Hanna
gerir, en það er í meira lagi hæpið hjá Kristjáni að túlka niðurstöður
ofangreindrar rannsóknar með því einu að „niðurstöður úr skoðana-
könnnninni bendi ekki til þess að þessar raddir úr röðum menntamanna
hafi hljómgrunn meðal almennings, erm sem komið er að minnsta
kostifi44 Mér sýnist sem svo að þegar nánar er að gáð bendi rannsóknin
einmitt til þess og að sá hljómgrannur sé nú þegar fyrir hendi.
4. Þversagnir
Það sem kannski helst einkennir umræðuna alla era þær þversagnir sem
finna má í henni og bent hefur verið á hér að ofan, bæði með umræðu og
dæmurn. I fljótu bragði mætd kannski ætla að hér á landi tækjust á tvær
mjög mismunandi fylkingar „hreintungustefiiu“ og „tökuorðastefnu“ af
einhverju tagi, en ég held að það sé ekki rétt nema að hluta tdl. Það má
nefnilega alveg færa rök fyrir því að báðir aðilar vilji rækta móðurmáhð,
aðeins með mismunandi formerkjum. Munurmn er sá að „tökuorða-
steíhan“ viðurkennir tilvist erlendra mála og máláhrifa í málinu og vill
takast á við þau með aðlögun í stað höfnunar. Hvoragir vilja skipta út ís-
lensku fyrir ensku eða gera Islendinga alla tvítyngda eins og stundum
heyrist. Hvort tveggja er vafalaust ómögulegt eins og á stendur, það yrði
ekki nein staðalenska sem út úr slíkum málaskiptum fengist, né heldur
tvítyngdir einstaklingar eins og þeir sem læra tvö og jafnvel fleiri tungu-
mál á máltökuskeiði.
Grundvöllurinn að baki þessari umræðu allri er móðurmálið og hlut-
verk þess í samfélaginu. Eg hef haldið því fram að við upphaf nýaldar hafi
43 Sama rit, bls. 171-172.
44 Ritið 2/2005, bls. 129.