Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 229
Peter Búrger
Sjálfstæði listarinnar og vandi þess
innan borgaralegs samfélags1
1. Rannsóknarvandinn
Sjálfstæði hennar (þ.e. listarinnar)
verður ekki afturkallað.2
Sjálfstæði listarinnar er óhugsanlegt
án þess að vinnan sé hulin.3
Þessar t\rær setningar Adomos draga fram þverstæður hugkvíarinnar4 * * * *
„sjálfstæði11: kvíin er nauðsynleg svo unnt sé að skilgreina sérstöðu listar-
innar í borgaralegu þjóðfélagi en er jafnframt mörkuð af hugmynda-
fræðilegri bjögun, að því leyti að hún bregður hulu yfir þjóðfélagslega
skilyrðingu sína. Hér er þegar vísað til þeirrar skilgreiningar á sjálfstæði
sem eftirfarandi umþöllun grundvallast á, um leið og hún hefur verið að-
greind frá tveimur öðrum óhkum skilgreiningum hugtaksins. Hér á ég
1 Texrinn heitir á frummálinu „Zum Problem der Autonomie der Ktmst in der biirg-
erbchen Gesellschaft“ og var upphaflega gefinn út sem 2. kafli ritsins Tbeorie derAv-
antgarde, Frankfurt am Main: Suhrkamp Verlag, 1974, bls. 49-75. Þýðingin er gerð
eftir þeirri útgáfu og birt með góðfúslegu leyfi útgefanda.
: Theodor W. Adomo, Asthetische Thearíe. Gesammelte Schriften, 7. bindi, ritstj. Gret-
el Adomo og Rolf Tiedemann, Frankfurt am Main, 1970, bls. 9.
3 Theodor W. Adomo, Versnch iiber Wagner, Múnchen, Ziirich, 1964, bls. 88 og
áfram.
4 Hér og annars staðar í þessum texta er íslenska hugtaldð „hugkví" (á stöku stað
einnig ,,k\i“) notað sem þýðing á þýska hugtakinu „Kategorie“. Astæðan er sú að
nokkur hefð hefúr myndast fýrir notkun þessa íslenska hugtaks innan heimspeki-
umræðu þar sem fjallað er um, eða byggt á þekkingarfræði og fagurfræði Kants, líkt
og hér er gert. Þýð.
227