Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 230
PETER BURGER
annars vegar við sjálfstæðishugtak Vart pour Vart og hins vegar pósitív-
ískrar félagsfræði sem lýsir sjálfstæðinu sem hreinni huglægri ímyndun
listframleiðandans.
Þegar maður skilgreinir sjálfstæði listarinnar á þá leið að hstin sé óháð
samfélaginu má útfæra þá skilgreiningu á ólíka vegu. Líti maður á að-
greiningu listarinnar frá samfélaginu sem „eðli“ hennar, tileinkar maður
sér óhjá^æmilega hsthugtak Vartpour Vart og útilokar um leið að hægt
sé að lýsa þessari aðgreiningu sem afurð sögulegrar og þjóðfélagslegrar
þróunar. Aðhyllist maður aftur á móti þá skoðtm að listin hafi aðeins ver-
ið óháð samfélaginu í huga listamannanna sjálíra, en þetta hafi ekkert að
segja um stöðu verkanna, þá verður þessi rétti skilningur á sögulegri skil-
yrðingu sjálfstæðisins að afneitun á fyrirbærinu - efdr stendur blekking-
in ein. Báðar þessar nálgunarleiðir sniðganga flókna gerð hugkvíarinnar,
því sérstaða hennar er sú að hún lýsir einhverju raunverulegu (því hvern-
ig listin sem sérstakt athafnasvið mannsins er slitin úr tengslum við lífs-
hætti [þ. Lebenspraxis] hans) en notar jafnframt hugtök um þetta raun-
verulega fýrirbæri, sem byrgja sýn á þjóðfélagslega skilyrðingu ferlisins.
Sjálfstæði listarinnar er - líkt og opinber vemungur [þ. Offentlichkeil] -
hugkví borgaralegs þjóðfélags, sem í senn sýnir og hylur ramtvertdega
sögulega þróun. Það verður að dæma alla urnræðu um þessa hugk\h út ffá
því hversu vel tekst til að lýsa þeim þverstæðum sem búa innra með fýrir-
bærinu og skýra þær á röklegan og sögulegan hátt.
Ekki er unnt að gefa yfirlit um sögu listastofhunarinnar innan borg-
aralegs samfélags í eftirfarandi umfjöllun vegna þess að nauðsyitlegar
listfræðilegar og félagsvísindalegar rannsóknir liggja ekki fyrir. Þess í
stað verða ræddar ólíkar nálgunarleiðir sem hafa að markmiði að skýra
uppruna hugkvíarinnar „sjálfstæði“ á forsendum efnishyggju; í fýrsta lagi
virðist slík umræða gera kleift að varpa Ijósi á hugtakið og þar með fýrir-
bærið sjálft, í öðru lagi er gagnrýni á nýjustu rannsóknir best til þess fall-
in að leggja grunn að raunnýtum rannsóknarsjónarhornum.5
5 I umíjölluninni styðst ég við eftirfarandi rit: Adichael Miiller, „Kiinsderische und
materielle Produktíon. Zur Autonomie der Kunst in der italienischen Renaissance";
Horst Bredekamp, „Autonomie und Askese“; Berthold Hinz, „Zur Dialektik des
biirgerlichen Autonomie-Begriffs“. Allar þessar greinar birtust í greinasafiiinu Auto-
nomie der Kunst. Zur Genese und Kritik einer biirgerlichen Kategorie, Frankfurt am
Main: Suhrkamp Verlag, 1972. Ennfremur styðst ég við: Lutz Winckler, „Entsteh-
ung und Funktion des literarischen Marktes“, Kulturwarenproduktion. Aufsdtze zur
Literatur- und Sprachsoziologie, Frankfurt am Main: Suhrkamp Verlag, 1973, bls.
228