Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Qupperneq 231
SJALFSTÆÐI LISTARINNAR
B. Hinz skýrir nppruna hugmyndarinnar um sjálfstæði listarinnar á
eftirfarandi hátt: „A því söguskeiði þegar tengsl framleiðandans við ífam-
leiðslutækin rofnuðu var listamaðurinn sá eini sem var enn undanskilinn
verkaskiptingunni - þótt vitaskuld hafi hún sett mark sitt á starf hans [...].
Þannig virðist ástæðuna fyrir því að afurðir hans gátu öðlast gildi sem
eitthvað sérstakt eða „sjálfstætt“ að finna einmitt í þeirri staðreynd að
framleiðsluaðferðum handverksins var viðhaldið í starfi listamannsins
efdr þau sögulegu skil sem fylgdu verkaskiptinguiuii.“6 Stöðnun fram-
leiðslunnar á stigi handverksins, innan samfélags þar sem verkaskipting
og þar með aðgreining verkamannsins frá framleiðslutækjum hans verða
æ meira ríkjandi, væri í þessum skilningi raunveruleg forsenda þess að
tekið var að Kta á listina sem eitthvað sérstætt. Listamaður endurreisnar-
tímans starfar alla jafna við hirðina og þetta leiðir til þess að hann bregst
við verkaskiptingunni á forsendum lénsveldisins; hann haínar stöðu sinni
sem handverksmaður og tekur að líta á vinnu sína sem hreina hugmynda-
smíð. M. Miiller kemst að svipaðri niðurstöðu: „Þannig stuðlar hirðsam-
félagið og hirðhstin, a.m.k. í kenningunni, að sundurfiðun hinnar hst-
rænu finnn í efnislega og hugræna framleiðslu; hér má sjá viðbrögð
lénsveldisins við breyttum íramleiðsluafstæðum.“7
Hér er gerð markverð tilraun til að komast undan ósveigjanlegu and-
stæðupari borgarastéttar og aðals í efifishyggjulegri skýringu á andlegum
fyrirbærum. Höfundamir láta sér ekki nægja að rekja hludægar andlegar
12-75; Bemd J. Wameken, „Autonomie und Lndienstnahme. Zu ihrer Beziehung in
der Literatur der hiirgerlichen Geselíschaft“, Rhetorik, Asthetik, Ideologie. Aspekte
einer kritischev Kiiltnrwissenschaft, Stuttgart, 1973, bls. 79-115.
6 B. Hinz, „Zur Dialektik des biirgerlichen Autonomie-Begriffs“, bls. 175 og áfram.
Rússneski framúrstefrmmaðurinn Boris Arvatov lagði fram svipaða túlkun á borg-
aralegri hstsköpun á 3. áratugnum: meðan öll tækni hins kapítalíska þjóðfélags
byggir á bestu og nýjustu uppgötvunum og er til marks um tækni fjöldaframleiðsl-
unnar (iðnaður, útvarp, samgöngutæki, dagblöð, vísindalegar tilraunastofur o.s.frv.)
felst borgaraleg hstsköpun eftir sem áður að mestu í handverki - og af þessum sök-
um var henni þröngvað út úr almennu þjóðfélagsstarfi mannkynsins í einangrun, yf-
ir á svið hreinnar fagurfræði. [...] Einmana meistarinn er eina gerð hstamannsins
sem þrífst innan kapítafisks þjóðfélags, sú manngerð sem er sérfræðingur í „hreinni“
hst og starfar utan við svið nytsamlegrar starfsemi sem byggist á vélatækni. Héðan
er komin blekkingin um nytjagildi listarinnar í sjálfri sér, héðan er komin sú borg-
aralega blætisdýrkun sem um hana hverfist.“ (Kunst und Produktion, ritstj. og þýð. á
þýsku Hans Gúnther ogKarla Hielscher, Múnchen: Hanser Verlag, 1972, bls. 11 og
áfram.)
M. Múller, „Kúnstlerische und materiehe Produktion“, bls. 26.
229